27.2.06

Asssskoti góðar þessar bollur, það mega þær eiga og best er að fá sér doldið vel af þeim....

Helgin var fín, Binna gaf okkur ofsa gott að borða í matarboðinu á föstudagskvöldið, gaf okkur kannski aðeins of mikið að borða, ég er ennþá södd.... (eða er það kannski bollurnar?)
Laugardagurinn fór svo í jóga og miðbæjarrölt í góða veðrinu. Um kvöldið var svo þrítugsafmæli og skemmtilegheit.
Í gær vöknuðum við hjúin eldsnemma og brunuðum í sveitina. Byrjuðum á að heimsækja afa hans Kristjáns í Skógsnesi í Gaulverjabæ, lentum svo í bolluveislu hjá tengdó og enduðum síðan í kvöldmat hjá mömmu & pabba á Sólheimum. Heljarinnar prógramm svona á sunnudegi.

Er að spá í að elda fiskibollur í dag í tilefni dagsins :)

24.2.06

Vorið er komið og grundirnar gróa....

Við Katrín trítluðum á Grænan kost í gærkvöldi að fá okkur snæðing og þegar við erum síðan að labba aftur heim þá skyldum við ekkert í því hvað það var troðið í bænum. Fullt af fólki allstaðar og meira að segja trúbador í Austurstrætinu og ég veit ekki hvað og hvað... það var bara eins og það væri komið sumar og sól!!! Svo fattaði ég allt í einu að vetrarhátíðin væri byrjuð og sennilega allt þetta fólk út af því. Spurning um að kíkja á dagskránna og vera doldið menningarlegur. Annars dreif Birta Hlíf frænka mig með sér á tónleika í Ráðhúsinu á miðvikudagskvöldið sem var ansi gaman. Þar hlustuðum við á hina ýmsu hljóðfæraleikara spila.

Matarklúbbur hjá Binsternum í kvöld og auðvitað idol, hlakka mikið til að hitta mafíuna í öllu sínu veldi (Sóley þú mætir!).


Mig langar í bragðaref NÚNA!!! Getur e-r komið með svl. til mín ekki seinna en strax.... ????

20.2.06



Heitapotts-umræður

Tveir miðaldra karlmenn sátu við hliðina á mér í pottinum í morgun og voru að ræða málin....
A: “Hefur fundist lús í þínum börnum?”
B: “Já en ekkert núna í vetur en hjá þér?”
A: “Já það fannst á yngri stráknum og það endaði með því að það þurfti að klippa alla ljósu lokkana af honum greyinu. Svo fann ég eina í hárinu á mér í gærkvöldi, þetta eru svo ferleg kvikindi þau hoppa bara á milli hausa eins og ekkert sé”

Á þessum tímapunkti var ég öll farin að iða svo ég dreif mig uppúr!!!!

19.2.06

Myndablogg

Þessar snúllur kíktu aðeins við... ;)
Myndina sendi ég

16.2.06



Ég er ennþá brosandi allan hringinn eftir ansi mikið óvæntan og yndislegan afmælisdag......
Byrjaði með því að bláókunnugur maður sótti mig í vinnuna kl. 3 og þar með hófst dekur-ratleikurinn mikli sem stóð svo yfir í marga marga klukkutíma.
Ég held ég eigi bestasta kærasta í öllum geiminum og yndislegustu vini sem hægt er að hugsa sér.
VÁááá hvað þið náðuð að koma mér á óvart!!!

Trilljón sinnum takk þið öll :O*

10.2.06

HLÁTUR Á AFAR ÓHEPPILEGUM TÍMA...
Ég lenti í hrikalega vandræðulegu mómenti í fyrradag. Ég og minn heittelskaði vorum á leiðinni heim úr vinnunni og áttum svo bæði að vera mætt annars staðar innan skamms. Stefnan var tekin á kvöldmat úr lúgunni á Aktu Taktu. Biðum í dágóða stund í lúguröðinni en svo var komið að okkur. Ég nota bene var að keyra og var því næst lúgunni og Kristján sat síðan í farþegasætinu, fjær lúgunni. Afgreiðslustúlkan í röðinni býður góða kvöldið. Ég lít á hana og gjörsamlega fæ hláturskast!!! Bæði var stúlkan svo hrikalega fyndin í framan e-ð, var með svo mikla kæki og svo var hún með þá allra fyndnustu rödd sem ég hef nokkurn tímann heyrt... En ég semsagt fékk hlátursKAST!!!!!!!!! og það er sko ekkert grín, ég bara réð ekki við mig og fór að hágrenja af hlátri og ég reyndi að snúa mér úr hálslið til að hún sæji ekki að ég væri að hlægja :/ hmmm. En stelpan alltaf “Get ég aðstoðað þig?” og ég gat ekki sagt neitt því ég hló svo mikið. Kristján hló líka en reyndi að bjarga mér úr þessari klípu og pantaði sér mat og sagði svo við hana að ég ætlaði að fá ostborgaratilboð... en ég ætlaði nota bene að fá mér samloku með skinku, osti og aspas en ég hló svo rosalega að ég gat ekki einu sinni leiðrétt hann eða gefið honum merki um að ég vildi ekki ostborgara. Ég var ennþá með hausinn alveg í hina áttina og stelpugreyið alltaf að reyna e-ð að ná sambandi við mig “Viltu pepsi með tilboðinu?” og ég horfði bara í hina áttina út um gluggann og hló og Kristján alltaf “Já hún vill Pepsi”. Heyrðu svo lokar hún lúgunni og fer að græja matinn. Þá gjörsamlega sprakk ég en náði svo aðeins að jafna mig og hugsaði með mér hversu ömurleg ég væri að hlægja svona að grey stelpunni. Nú var lúgan orðin laus fyrir framan svo við færðum okkur þangað. Vinkonan opnar þá lúgu og segir “ Get ég aðstoðað ykkur ???? “ og með sinni “undurfögru” rödd. Þá hélt ég að ég yrði ekki eldri........ hún semsagt mundi greinilega ekkert eftir okkur frá 1 mínútu áður og hvað þá að ég hafi verið að hlægja að henni!

En það er hrikalegt að fá svona svaðalegt hláturskast þegar það á einmitt engan veginn við að hlægja og hvað þá grenja úr hlátri og bara geta alls ekki hætt!!!
Það er svona svipað vandræðalegt og að vera að afgreiða í sjoppu og sá sem er að kaupa af þér missir kusk úr klinkveskinu sínu ofan í bland-í-poka-nammið og þú kúgast og kúgast og getur ekki afgreitt manninn !!! :/

9.2.06

Enn meira klukkerí...

4 störf sem ég hef unnið
Fiskvinnslukona
Þjónn
Teymisstjóri
Verkfræðistörf

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur
Flashdance
Dirty Dancing
Forest Gump
Notebook

4 staðir sem ég hef búið á
Stokkseyri
Garðabær
101 Reykjavík
Engir fleiri...

4 Sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á
F R I E N D S
Sex And The City
Office
Engir fleiri...

4 staðir sem ég hef verið í fríi á
Spánn
Kos (grísk eyja)
Kína
Króatía

4 Vefsíður sem ég skoða daglega
Þessar skoða ég svona nánast daglega www.mbl.is www.spamadur.is
Svo fer það svona eftir tíma og stund hversu stóran bloggrúnt maður tekur

4x besti matur
Íslensk Kjötsúpa
Heimabökuð pizza
Sushi
Hrossabjúgu með uppstúf

4 staðir sem ég vildi vera á
Barcelona
E-r staðar erlendis á skíðum
Boston
Sumarbústað hér á Íslandi með arin, heitum potti og kósssíheitum

4 bloggarar sem ég klukka
Ása Ninna
Ester
Katrín
Sóley

Ótrúlegustu hlutir gerast...
Mín komin í sund fyrir kl. 07:00 í morgun. Synti 500m og slappaði svo vel af í heita pottinum á eftir. Mikið asssskoti er ég stolt af mér og mikið asssskoti var þetta hressandi. Ég hef trú á því að ég muni gera þetta að vana eins og kannski 2x í viku....
En hvað haldiði með að synda 500m, mér finnst það nefnilega svo ansi passlegt, er það kannski drullulítið??? Mér hefur alltaf fundist svo fínt og skemmtilegt að synda hálfan kílómeter en svo þegar ég hef verið að reyna að fara meira en það og allt upp í kílómeter þá hefur mér fundist svo hel$%$# leiðinlegt og það hefur orðið til þess að ég hef ekki farið aftur í langan tíma á eftir :/

6.2.06

TÖFF TÖFF TÖFF...
Helgin var hin prýðilegasta, Birta Hlíf frænka kíkti á okkur á föstudagskvöldið og við “gúffuðum” í okkur heimabakaða pizzu og horfðum svo á idolið. En ein spurning hvort segiði “gúffa í sig” eða “gúlpa í sig”, það urðu nefnilega heitar umræðum um þetta í gær!!! Já svo byrjaði ég laugardaginn á yndislegum jógatíma (ég er alveg orðin sjúk í jóga). Labbaði svo Skólavörðustíginn, keypti afmælisgjöf og hitti síðan Christínu á Súfistanum. Þar sat ég frá 14:30 – 18:30!!!! Held það sé met hjá mér í viðveru á kaffihúsi í einum rykk. Mér leið eiginlega eins og ég væri í útlöndum, e-ð svo óvenju mikið mannlíf, lifandi tónlist og skemmtilegheit. Þarna sátum við og prjónuðum, lásum slúðurblöð og “gúffuðum” í okkur kræsingar. Christína stakk mig reyndar af um 16:30 en þá kom Guðrún og við þurftum að spjalla svo mikið að áður en maður vissi voru 2 tímar liðnir.
Um kvöldið var okkur boðið í mat til Stígs frænda, þvílík kóngaveisla og virkilega skemmtilegt kvöld.
Í gærmorgun horfði ég á Júróvision sem ég hafði misst af kvöldið áður og djö... var Sylvía Nótt flott! Er alveg búin að vera með þetta lag á heilanum síðan!!!
Patrekur Thor var síðan 3. ára í gær og var heljarinnar veisla á Öldugötunni, húsmóðirin þar á bæ aldeilis að standa sig í kræsingunum :0)

2.2.06

Starfsmannastjórinn þurfti að ráða í eina stöðu og eftir að hafa farið
yfir umsóknirnar stóðu eftir fjórir umsækjendur sem allir voru jafn
hæfir. Hann ákvað að boða alla á sinn fund og spyrja einnar spurningar.
Svörin myndu ákvarða hver fengi vinnuna.

Dagurinn rennur upp og allir fjórir umsækjendurnir eru saman komnir í
fundarherbergi fyrirtækisins og starfsmannastjórinn spyr: "Hvað er það
hraðasta sem þið vitið um?"

Sá fyrsti svarar: "Hugsun. Mannshugurinn virkar ótrúlega hratt og maður
getur fengið ótrúlegustu hugmyndir á nokkrum sekúndum."

"Mjög gott!" segir starfsmannastjórinn. "Og þú?" spyr hann umsækjanda
númer tvö.

"Hmm... látum okkur sjá. Blikk augans. Það kemur og fer án þess að þú
þurfir að hugsa um það."

"Frábært!" segir starfsmannastjórinn. "Augnablik er einmitt mjög oft
notað sem mælikvarði á eitthvað sem gerist mjög hratt."

Hann snýr sér svo að þeim þriðja sem er tilbúinn með svar:

"Það hlýtur að vera hraði ljóssins," segir hann, "til dæmis, þegar ég er
að fara út í bílskúr, þá nota ég kveikjarann sem er við útidyrnar og
áður en ég get blikkað augunum, þá er ljósið komið á úti í bílskúr.
Hraði ljóssins er það hraðasta sem ég þekki."

Starfsmannastjórinn var yfir sig hrifinn og hélt hann hefði fundið sinn
mann. "Það er erfitt að slá út hraða ljóssins." Þessu næst snýr hann sér


fjórða og síðasta umsækjandanum.

"Það er augljóst fyrir mér að það hraðasta í heimi er niðurgangur."

"Ha?" spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á svarinu.

"Bíddu, leyfðu mér að útskýra. Sjáðu til, um daginn leið mér ekki vel og
dreif mig á klósettið. En áður en ég gat hugsað, blikkað eða kveikt
ljósin,

þá var ég búinn að drulla í buxurnar."

Hann var ráðinn!