31.12.04

ÁRIÐ 2004

Margt kemur í hugann þegar ég lít til baka yfir allt árið 2004. Það sem stendur samt upp úr á árinu er án efa KÍNAferðin í sumar. Þetta var þvílíka ævintýrið og sé ég sko ekki eftir að hafa drifið mig þó svo að ég hafi tekið góðan tíma í að ákveða mig ;/ Í Kína skoðuðum við m.a. Kínamúrinn og þriggja gljúfra stífluna sem er n.b. nánast 30 sinnum stærri en Kárahnjúkavirkjun svo þetta var mikið að sjá, sérstaklega fyrir okkur litlu verkfræðingana!
Ég útskrifaðist líka í ár sem mér þótti bara ágætis afrek og er þ.a.l. komin með B.Sc. gráðu í vasann :) og byrjaði að vinna á verkfræðistofunni VSÓ Ráðgjöf.
Á þessu ári var mikið um að vera hjá fjölskyldunna því það áttu gjörsamlega allir stórafmæli, Hólmfríður systir var t.d. 30. ára, Steinþór bróðir 40. ára, Pabbi 60. ára, amma 80. ára, síðan fermdist Gaui frændi og ég náttúrlega útskrifaðist, þ.a. það er sko búið að vera nóg að gera í veislunum þetta árið.
Í lok október fór ég síðan í frábæra stelpuferð til Köben, þar slógum við heimsmet í h&m kaupum, dönsuðum af okkur rassgatið og höfðum það bara ofsalega skemmtilegt.
Í desember ætlaði ég svo aldeilis að gera allt sem ég hef ekki gert síðastliðin ár og vera veeeel undirbúin fyrir jólin þar sem nú voru engin próf að spilla gleðinni en síðan endaði eiginlega með því að ég gerði akkúrat ekki neitt nema vera í vinnunni!!! En ég náði allavegana að kaupa allar gjafirnar og það er nú aðalatriðið...
En milli jóla & nýars er ég búin að slappa meira af en síðastliðin mörg ár til samans. Við Kristján erum búin að vera bæði í fríi og búin að hafa það yndislegt. Væri alveg til í að upplifa meira af svona afslappelsi í náinni framtíð... hehe :O)

Ég strengi alltaf áramótaheit á hverju ári en það hefur verið misjafnt hversu mikið ég stend við þau heit. Það áramótaheit sem ég held ég hafi samt staðið best við var þegar ég var 14 ára en þá ákvað ég að gera ALLTAF 300 magaæfingar og 50 armbeygjur á hverju kvöldi áður en ég færi að sofa...... ég sver það ég stóð við þetta!!! Síðan hætti ég einu sinni að borða nammi og það stóð í 7 ár... en þá kolféll ég ;(

Fyrir árið 2005 verður mitt áramótaheit ekki magaæfingar.........
Nei ég ætla að lofa mér því að vera betri við sjálfa mig !!!!!!!!!

29.12.04


"fönn-fönn-fönn-fönn ... "
Var að koma af myndinni og mér fannst hún þrælgóð. Ég varð allavegana ekki fyrir vonbrigðum enda ekki búin að gera mér of miklar væntingar! Ég gat hlegið heilmikið en Kristján hló samt laaaanghæst af öllum ;/
Hittum síðan óvænt Gunnar & Ingibjörgu og er það alltaf hressandi :O)

28.12.04

101...
Við trítluðum á Vegamót í lunch, hittum þar Dís skvís & Doddalíus sem eru að fara í skíðaferð til Austurríkis eftir örfáa daga og ég öfunda þau ekki neitt ;/
Löbbuðum svo aðeins á Laugaveginum, Lækjargötunni og Austurstræti. Kíktum m.a. í Mál & Menningu og ég keypti mér GEEEEÐVEIKA bók "The Phaidon Atlas of contemporary world architecture" :OD Fórum síðan í uppáhaldsbúðina okkar þessa dagana, IÐU! Ég gæti verið þar í viku án þess að leiðast ;/ Þar keypti ég mér dagbók fyrir árið 2005 og sonna svo allt verði nú klárt þegar nýja árið gengur í garð!!!

ooooo ég elska að búa í miðbænum..... :O) trallllalalla

Löbbuðum síðan á Öldugötuna til Ásu Ninnu & Gumma og vorum svo bráðheppin að lenda í súkkulaðiköku og ís! Þau voru að græja sig fyrir Kanaríferð, verða semsagt á ströndinni á morgun í góðu flippi. Örugglega samt ekkert svo gaman ;/ thihíííí ...

27.12.04

Mikael Fannar



úff.... hvað maður er mikið sætur ;OD

.... zzzzzzzzz

Já það er sko búið að sofa og sofa og borða og borða þessi jól að sjálfsögðu og það sér ekki fyrir endann á þessu :Þ Komum úr sveitinni í gær og beint í eitt jólaboðið en í gærkvöldi komu svo Katrín & Steinar og við spiluðum Risk fram á nótt. Sóley hin spænska & Edu kíktu líka aðeins á okkur.

Gleymdi að segja frá náttfatapartýinu hjá TMC þann 22. des..... hittumst öll heima hjá Ríkey & Óla í pyjamas og allir í góðu rokki! Síðan var bara fullt af dýnum raðað á alla lausa gólffleti og sofið saman í kósí fíling ;/ sumir reyndar hrutu kannski meira en aðrir (nefni engin nöfn) en ég svaf á milli þeirra ;D Síðan mætti ég bara hin hressasta í vinnuna kl. 8:00 !!!

Á þorláksmessu var svo Steinþór bróðir 40. ára og var að sjálfsögðu haldið upp á það í Móaflötinni, og eftir það strunsuðum við á Bubba tónleika. Bubbi var góður en var kannski ekkert svo hress þegar leið á kvöldið, sérstaklega þegar kallað var úr salnum setningar eins og ... " Hvar er Brynja???..." þá beið maður bara eftir að hann rotaði næsta mann ;/

En hafiði spilað Yatzy nýlega, ég og Kris tókum í eitt áðan og ég rústaði honum, fékk 226 stig á móti 159... hehe !!! Var alveg búin að gleyma hvað þetta er þrælskemmtilegt og vá hvað það eru mörg ár síðan ég spilaði þetta síðast, bara ekki síðan í Austurbrúninni hjá Bryndísi í gamla daga :)

20.12.04

Lífsreglur - Stórir Steinar.

Dag einn var sérfræðingur í tímaskipulagningu að tala fyrir framan hóp viðskiptafræðinema. Til að koma meiningu sinni almennilega til skila, þá notaði hann sýnikennslu sem nemendurnir gleyma aldrei.
Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki, þá sagði hann:

"Jæja, þá skulum við hafa próf."

Hann tók upp 5 lítra krukku með stóru víðu opi, og setti hana á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann um það bil 10 hnefastóra steina og varfærnislega kom þeim fyrir í krukkunni, einn af einum.

Þegar krukkan var full, og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana, þá spurði hann:

"Er krukkan full?"

Allir í bekknum svöruðu: "Já."

"Jæja?" sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið sem orsakaði það að mölin komst niður í holrúmin á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur:

"Er krukkan full?"

Í þetta sinn grunaði nemana hvað hann var að fara.

"Sennilega ekki," svaraði einn þeirra.

"Gott!" svaraði sérfræðingurinn. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna.

Enn spurði hann: "Er krukkan full?"

"NEI!" æptu nemendurnir.

Aftur svaraði hann: "Gott!"

Hann tók því næst könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full.

Svo leit hann á bekkinn og spurði:

"Hver er tilgangur þessarrar sýnikennslu?"

Einn uppveðraður nemandinn rétti upp höndina og sagði, "Tilgangurinn er að sýna, að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er, ef þú virkilega reynir, þá geturðu alltaf bætt fleiri hlutum við!"

"Nei." Svaraði sérfræðingurinn. "Það er ekki það sem þetta snýst um.

Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er þessi: Ef þú setur ekki stóru steinana í fyrst, þá kemurðu þeim aldrei fyrir."

--

Hverjir eru 'stóru steinarnir' í þínu lífi? Börnin þín... Fólkið sem þú elskar... Menntunin þín... Draumarnir þínir... Verðugt málefni... Að kenna eða leiðbeina öðrum... Gera það sem þér þykir skemmtilegt... Tími fyrir sjálfa(n) þig... Heilsa þín... Maki þinn.

Mundu að setja STÓRU STEINANA í fyrst, eða þú munt aldrei koma þeim fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum (mölin, sandurinn,vatnið) þá fyllirðu líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli og þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í þínu lífi (stóru steinarnir).

Semsagt, í kvöld, eða í fyrramálið, þegar þú hugsar um þessa stuttu sögu, spurðu þig þá að þessarri spurningu:

"Hverjir eru 'stóru steinarnir' í mínu lífi?"

Settu þá svo fyrst í krukkuna


Póstbloggfærslu sendi silja

19.12.04

Daníela á afmæli í dag ... :O)



Já nú er hún Daníela hennar Hófí Siss orðin 3. ára og var haldin heljarinnar veisla á Eyrarveginum í dag. Hún er greyið búin að bíða og bíða eftir afmælinu sínu endalaust, finnst soldið ósanngjarnt hvað allir aðrir eiga afmæli á undan henni ;) Svo er hún búin að vera soldið í því að æfa afmælið undanfarnar vikur, leggur á borð fyrir þá sem hún ætlar að bjóða og fer aðeins yfir þetta allt saman..... svo allt fari nú ekki úrskeiðis á sjálfan afmælisdaginn! ;)

16.12.04

Fokk !!!!
Fór í klippingu og ég labbaði út með 2 cm stutt hár.....
úff þarf á smá áfallahjálp að halda ;/
Maður hlýtur samt að venjast þessu eins og öðru !



15.12.04

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) - Mið 15.12.2004

Ef þú verður of þrjósk í samskiptum vegnar þér ekki vel og því er þér ráðlagt að ýta þrjóskunni burt og hætta að standa svo fast á þínu svo að aftur verði ekki snúið.

hhhmmmm...... ;/

13.12.04

Frábært... ;/

Búin að liggja í móki alla helgina út af helv. hausverk svo ég var að vakna núna, um hánótt ;O(

Jæja - er að hugsa um að setja síðuna mína í vetrarbúning...

10.12.04

Stjörnuspá 10. 12. 04
Var að lesa stjörnuspá fyrir ljónið en Kristján er ljón, svei mér þá ég held að spáin í dag hafi farið algjörlega með hann..... hann ætlar ekkert að hætta að hlægja :O)
Hún hljóðar svona:

"Þú neyðist til þess að horfast í augu við eitthvað úr fortíðinni sem tengist börnum, listum, íþróttum, skemmtanabransanum eða gistiþjónustu"



Vil vekja athygli á því að Þórey Edda á einnig Norðurlandamet í hinu geysivinsæla "TWISTER"..... :O) og á hún því svo sannarlega skilið að verða valin íþróttamaður ársins 2004!!!
Ætlar þú að velja rétt ?????

9.12.04


Hvern ætli þið að kjósa ÍÞRÓTTAMANN ÁRSINS 2004 !!!
Kjósið hér...

8.12.04

Þreyta og óákveðni ...
Það ætlaði ekki að takast hjá mér að vakna í morgun :( Búin að fara svo allt of seint að sofa undanfarið og gærkvöldið engin undantekning, vann til 22:00 og fór svo á Bridget Jones sem var ekki búin fyrr en að verða 00:30. Þá tóku við nokkrir andvökuklukkutímar sem eru ekki svo skemmtilegir klukkutímar :( Þ.a.l. var ég náttúrlega drulluþreytt þegar klukkan hringdi í morgun og vonaði svo innilega að það væri bara komin aðfangadagur og ég gæti sofið út smá ;/
En nei það var ekki.... Bridget var samt æði - við Katrín hlógum stanslaust allan tímann, en hvernig er hægt að vera svona hrikalega óheppin ???? Maður "smyr" sig...
En hvað á maður að gera af sér eftir vinnu, langar t.d. að halda áfram að föndra jólakort (dugar ekki að eiga bara þessi 6), langar líka að fara austur (veit nebblega að ég fengi hrossabjúgu) nammi namm :OÞ, svo er alltaf sniðugt að kaupa jólagjafir og taka til og svo sé ég það líka alveg í hyllingum að fara bara heim í náttfötin og horfa á SATC og svo bara snemma að sofa ;/ hmmm ???

Póstbloggfærslu sendi silja

6.12.04

JÓLAFÖNDUR...
Maður er orðinn magnaður föndrari eftir þessa helgi. Það var jólaföndur í vinnunni á föstudaginn og þar föndraði ég þessa fínu jólakúlu. Á laugardaginn var svo komið að jólakortunum, vorum heima hjá Katrínu frá 17:00 til miðnættis og árangurinn hjá mér var 6 kort ;(
Í gær keypti ég svo efni í aðventukrans sem ég töfraði svo fram á ca 20 mínútum og já ég er bara doldið montin með hann :O)
Nú vantar bara að þrífa svo jóladótið fái að njóta sín. Spurning um að fá sér bara "HREINDÝR" til að græja það...... dýr sem gerir hreint !!! muhahhahaaaa (maður má víst ekki segja tæju...) ??? ;/


Póstbloggfærslu sendi silja


Afmælisbarn dagsins er engin önnur en Katrìn Karls. Innilega til hamingju med daginn KaKa mìn ;-)

Myndina sendi ég

3.12.04


Er ì jòlaföndri ì vinnunni og allir hressir ;-) Er tetta ekki bara soldid sæt jòlakùla hja mer?

Myndina sendi ég

1.12.04

HÚSMÓÐIR hmmm ;/ ...
Ég lofaði sjálfri mér því að verða fyrirmyndar-húsmóðir þegar ég yrði orðin verkfræðingur og farin að vinna eins og almúginn, vera alltaf með heitan mat kl 19:00, baka um helgar og hrygg á sunnudögum!!! Smátt og smátt hef ég fundið að það vanti bara gjörsamlega þessi húsmóðursgen í mig, held að systir mín hafi fengið þau öll .... en þrátt fyrir það hef ég haldið í vonina og reynt að gefast ekki upp... ;/
Í gær ákvað ég að þetta gengi ekki lengur, kominn desember og ég ekki ennþá orðin húsmóðir :(
Einhvers staðar varð ég að byrja... ég hringdi í mömmu og pabba og bauð þeim í Kjötsúpu með því skilyrði að mamma myndi kenna mér leyndarmálið á bakvið hennar uppskrift, en kjötsúpa er einmitt minn uppáhaldsmatur og ég hef alltaf dáðst að mömmu fyrir að geta búið til svona himneska súpu, hvergi eins góð eins og hjá mömmu (bara afi minn sem getur gert jafn góða).
Mamma og pabbi komu auðvitað í Garðastrætið og hófst mikil kennsla í eldhúsinu. Eftir klukkutíma eða svo var borin á borð þessi líka gómsæta kjötsúpa... nammmi namm :OÞ Hefði reyndar getað boðið öllum Vesturbænum í mat (svo mikið var það) en það er nú önnur saga!
Nú finn ég að húsmóðirin í mér er smátt og smátt að myndast ... hugsa að ég baki kannski nokkrar sortir í kvöld og sonna... :O)

Póstbloggfærslu sendi silja