31.1.03

Stefnir í gott kvöld..........
Það er kennarafagnaður í kvöld, þar sem nemendur ásamt kennurum umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar er boðið í 3 rétta máltíð og gleði fram eftir kvöldi.
Það verður byrjað í forpartýi hjá Sveinbirni kl 17:30. Veislan er síðan í sal í Holtasmára í Kópavogi og fordrykkur hefst kl 18:30.
Þetta verður doldið spennandi, aldrei að vita nema maður bjóði kennurunum upp í dans þar sem maður er nú gamall dansunnandi!!!
Svo veit maður ekki nema allur bekkurinn haldi sig svo í Kópavoginum og skelli sér á ball með SSÓL á Players, það yrði ekki leiðinlegt :O)

28.1.03

Komin úr sveitinni........
Alltaf jafn hressandi að skella sér "heim" í smá tíma, maður kemur alveg endurnærður til baka :O)
Þegar ég var pínulítil þá ætlaði ég alltaf að verða bóndi þegar ég yrði "stór", eiga stórt sveitabýli með fullt af dýrum. Mér fannst það svo yndisleg tilfinning að geta alltaf verið í drullugallanum meðan ég væri í vinnunni. Ég var nefnilega doldill mikill strákur þegar ég var lítill krakki á Stokkseyri, leið best skítug út í polli allavegana mun betur en að vera einhver fín dama í kjól (það kostaði alltaf mikinn grátur þegar átti að pína mig í svoleiðis fatnað).
Ég held að þetta hafi kannski ekki verið svo vitlaus hugmynd hjá mér eftir allt saman - og kannski á hún einhvern tímann eftir að rætast, hver veit.......
Samt líður stelpunni alveg ágætlega í höfuðborginni en í hvert skipti sem ég fer úr henni, langar mér ekkert mikið í bæinn aftur !!! T.d. þegar ég var síðasta sumar að vinna á Verkfræðistofu Suðurlands á Selfossi. Þá bjó ég á Stk en var alveg handviss um að ég kæmi nú a.m.k. hverja helgi í bæinn.....en nei það var ekki, held það hafi endað í ca 2 skiptum yfir allt sumarið, langaði bara ekkert í allt stressið og lætin í Reykjavíkina!!!
Í framtíðinni komiði að heimsækja mig á mitt sveitabýli með öllum hænunum og aldrei að vita nema það verði heitt á könnunni og með því.....

25.1.03

Náði ekki að klára Matlabið fyrr en kl 15:10 í dag.
Brunaði þá austur fyrir fjall og er núna loksins lent á Stokkseyri í vínarbrauð og annað góðgæti.

24.1.03

Svona var gaman síðustu helgi - en það er ekki þar með sagt að það sé jafn gaman núna :O(
Misstum víst af rosa vísó í VSÓ !!!



Áhugavert ekki satt..............
þ.e.a.s. áhugavert fyrir þá sem finnst svona lagað áhugavert!!!




while n < nmax & abs(f(c))>epsilon & abs(b-a) c=(a+b)/2;

if sign(f(a))~=sign(f(c)) % f(a) og f(b) eru með
b=c; % eru með olik formerki
end

if sign(f(b))~=sign(f(c)) % f(b) og f(c) eru með
a=c; % olik formerki
end

n=n+1;
end % lykkja endar

vpa(c,15); %fjöldi aukastafa c

disp(['Nullstodin er x =']) %skrifar ut gildi
disp([c])
disp(['Fjoldi itrekana n ='])
disp([n])
disp(['skekkjumatid er ='])
disp([abs(f(c))])

En ég skal - ég skal klára þetta á eftir, hvað sem það kostar nú!!!

MATLAB.......................... ;O(

Nánast enginn var búin með verkefnið sitt á hádegi í dag nema þeir hörðustu sem vöktu gjörsamlega endalaust og mættu í tíma kl 8 í morgun og voru þá ekkert búnir að fara heim á milli.........
Allavegana þannig að kennarinn gaf frest þangað til á mánudaginn, svo ég er hér enn, klukkan er 21:30 á föstudagskvöldi (bóndadagur & allt) og ég er að gera Matlab. Hversu sorglegt er það og það sem er enn sorglegra er að ég er ekki nærrum því búin :O(
Ég sem ætlaði að skila kl 12 í dag og bruna austur og vera þar alla helgina, en nei hér er ég enn og sé ekkert nema newton, muller og þar fram eftir götunum.

23.1.03

MATLAB ER ........................
dauði

Nú eru akkúrat 17 klukkustundir þangað til ég á að skila 1. Matlab-verkefninu mínu og fólk er að verða geðveikt (vægast sagt)!!!

22.1.03

LÍN..............finally!!!

Loksins eru þessi blessuðu námslán komin :O)
Það er svona þegar kennarar taka sér góða milljón daga í að fara yfir próf. Eins gott samt að þau komu fyrir ammmælið mitt annars hefði ég ekki getað gefið mér afmælisgjöf !

21.1.03

VEI VEI VEI
:O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O)


Ég var að fá út úr síðasta prófinu mínu sem allir eru búnir að vera að bíða eftir, stærðfræðigreining III og ég náði, fékk 7.0 og er bara sátt!!!
Þá er ég búin að ná öllum prófunum mínum og bíð þá bara eftir langþráðu námslánunum mínum sem hljóta að fara að sigla inn!!!!
Auðvitað hélt maður upp á þetta, maður á alltaf að fagna ef tækifæri gefst.
Það finnst mér allavegana og ef ekki þegar loksins allar einkunnir eru komnar inn og maður veit að von er á LÍN, hvenær þá ???
Kristján eldaði svartfugl og við buðum Áslaugu og Steinþóri í mat.... skáluðum meira að segja í freyðivíni! Bara svona týpískur mánudagur, eða er það ekki ;O)

Fyndnast er að nú var ég að frétta að gaurinn heitir Hans Adólf og er þess vegna óvart kallaður Hansatólg, of fyndið fyrir mig :O)

M.Í. hjá BINSTERNUM..........

Binna var sko heldur betur að standa sig í stykkinu í gær, hún matreiddi þessa líka fínu veislu handa okkur stelpunum.

Forréttur: parmaskinka með melónu

Aðalréttur: kjúklingur matreiddur í lög & settur í eldfast mót, borinn fram með hrísgrjónum og brauði með pestó

Eftirréttur: súkkulaðikaka með heslihnetum, borinn fram með jarðaberjum, bláberjum og rjóma

Snarl: nammi - trítlar, kúlur, daim, lakkrís og fullt fullt meira nammi

Það var nú hálf tómlegt að hafa Sóley ekki með, allavega ekki nærri því eins mikið slúður en hún var samt með í anda. Vorum að spá í að leggja á borð fyrir hana og hafa mynd af henni í ramma á borðinu, það hefði verið hrikalega fyndið :O)



Þetta var ansi þétt en hörku stemmings helgi!!!

TMC var mættur til mín snemma á sunnudagsmorgninum.
Við ætluðum að massa MATLAB verkefnið sem við eigum að skila á föstudaginn en það fór heldur rólega af stað :O(

20.1.03

Gæruþemað hans Gísla var að heppnast ágætlega, fólk var allavegana alveg að taka þessu alvarlega og flestir voru að leggja gríðarvinnu í búninginn sinn :O)

Ég vil taka það fram að þetta er ekki okkar hversdagslegi klæðnaður svona ef það skyldi fara fram hjá einhverjum............





18.1.03

Ég er enn að hlægja að Hans sem er kallaður HANSATÓLG hí hí hí

PIMPS & HOES!!!

Eins gott að fara að finna sér dress fyrir kvöldið, snípsítt pils og glanstoppur er málið................. fyrir ógeðslega þemapartýið hjá Gísla, hann er klikkaður en það fyndnasta er að það eru allir að fara að mæta og í búning :O)

MIKIÐ AÐ GERAST Í GÆR!!!

Það var vísindaferð í VST sem var mjög gaman. Fengum að kynnast fyrirtækinu mjög vel þvi okkur var skipt í marga hópa og vorum svo hjá einum starfsmanni í ca 15 mínútur þar sem hann kynnti þau verkefni sem hann er að vinna í sem var mjög áhugavert. Svo nú er maður t.d. enn vitrari um Kárahnjúkavirkjun og aðra skemmtilega hluti sem þjóðin virðist vera að tapa sér yfir. Þannig að þetta voru alveg tveir tímarnir í fyrirlestur og svo var veitt vel á eftir í kósí matsalnum þeirra, kerti & alles, mjög huggulegt. Skemmtilegasta var að Þórey mætti í vísó en hún lenti á landinu um morguninn og búin að vera USA í 3 vikur, svo það var obboðslega gaman að hitta hana loksins og hún var í hressandi fílíng!
Næst var farið í bæinn og hitt alla hina á Astró og við vorum svo mætt í sveittan Nonna kl 21:00, svona þegar normal fólk er ekki einu sinni komið í djammgallann :O)
Dönsuðum svo fullt á Astró og ég fékk viðurnefnið herðubreið :O( en mesta snilld kvöldsins var þegar ég, Stebbi & Danni röltum á alla hina staðina og að lokum kíktum við inn á Kaffi List. Komum inn og ekki hræða á dansgólfinu en við á fullt swing og gjörsamlega rifum staðinn upp..........ég er að tala um að það voru allir komnir út á gólf, ég tala nú ekki um þegar við tókum allir dansa kónga. Vá hvað ég var svekkt að vera ekki með cameruna, það voru svo mörg kodak moment að það var hrikalegt. Sá sem var dj var hvorki meira né minna en komin á eftirlaun og ákvað að verða plötusnúður um helgar og var sko að fíla það. Svo var ég næstum því búin að míga í mig þegar allar miðaldra konurnar hópuðust í kringum strákana og reyndu að heilla þá upp úr skónum................ get ekki lýst þessu alveg nógu vel í orðum - þið hefðuð þurft að vera þarna !!!
Hittum svo Hlín & co, fórum með henni á Kaffibarinn + Sólon og dönsuðum aðeins þar, kíktum svo nett inn á Celtic cross og svo heim! Ágætis kvöld það..........!!!


13.1.03

Daníela frænka er sko mesta krúttið. Hún fékk þennan rugguhest í jólagjöf og var svona líka þrælánægð með hann.............



Jæja maður er bara kominn á fullt.............. kl er 22 og ég útí skóla, þetta minnir mann bara á gamla góða daga, fyrir samt ekki svo löngu síðan, kannski ekki nema fyrir örfáum dögum síðan.
Drullaði mér í ræktina í morgun eftir allt of langt hlé og það var sko tekið á því, hvorki meira né minna en 7 km á hlaupabrettinu, get svo ekki labbað núna út af hælsæri............ áááááiiiiiiiiii. Spurning um að taka þetta allt saman með trompi, ég minni mig nú stundum á hann pabba minn :O)

12.1.03

Fór á 20 ára fimleika-afmælissýningu Stjörnunnar í gær að horfa á Elísu Gróu og Katrínu sýna listir sínar. Steinþór & Áslaug buðu mér svo í mat, þar sem Kris var fyrir austan að elda.
Heimsótti Ásu Ninnu og Gumma um kvöldið og spjallaði við þau langt fram eftir. Ása er mesta krúttið þessa dagana, algjör bumbulína :O) Enda gæti lítill sætur strákur farið að koma í heiminn á næstu dögum!
Er svo búin að vera í móki í allan dag, hausinn ekki að virka sem skyldi. Ég sem ætlaði að vera geðveikt dugleg að byrja að lesa Tölulega greiningu, en það varð semsagt ekki úr því : O(

11.1.03

AMMMÆÆÆLI...........

Í gær fór ég í afmæli til Steinunnar Völu sem er með mér í verkfræðinni. Hún bauð upp á dýrindis fiskisúpu......vá hvað hún var góð, nammi namm :OÞ
Það var hrikalega gaman, tók fullt af myndum sem ég set bráðum inn. Vorum til rúmlega 3, þá ætluðum við Hlín að taka smá test á bæinn en svo var bara svo miklu meira freistandi að fara bara á Nonna og bruna svo bara heim..........
Fyndið, gaurinn sem afgreiddi okkur á Nonna bara horfði á Hlín og "Nei er þetta ekki stelpan sem missti tánna" og við einmitt búnar að vera tala þvílíkt um það fyrr um kvöldið þegar táin hékk á bláþræði á greyið Hlín út á Benidorm. Þá var þessi gaur þar og mundi þetta eins og þetta hefði gerst í gær !!!

SVO MIKIL SNILLD!!!
Þetta er lagið við textann við sem ég setti inn um daginn, svo syngdu með...................... :O)

9.1.03

Kíkti á litlu sætu turtildúfurnar í lundinum, var að skila hellings af geisladiskum sem þau voru svo elskuleg að lána!
Fékk meira að segja að prófa nýja sjónvarpið sem Steinar fékk í stúdentsgjöf með því að horfa á uppáhaldsþátt allra..... "Sex & the city" og ég var nokkuð sátt með gæði gripsins, líka virkilega þægilegur gestgjafasófinn þeirra. Herbergið hennar Katyline er ca 1 fermeter sem rúmar samt: rúm, kommóðu, bókahillu, fatahengi, lampa, skrifborð, borð, skáp, sjónvarp & hægindastól (+ hrúgu)!!! Þá á eftir að troða þeim báðum inn, má þakka fyrir að ekki eru þau fyrirferðamikil hjúin á þeim bænum :O)

Hún er svona sniðugur textasmiður stelpan...............hí hí

Ástin.
Lag og texti. Indverska prinsessan í Sandgerði.


Ástin ég er að koma heim ástin.
Vertu tilbúin undir sænginni ástin,
ég lofa þér að nudda þig og gefa þér fullnægingu.
Sætur, þú tryllir mig, ætlar´ð að vinna? Ég verð alveg að vera vitlaus um á böllunum og göngunum og diskótekoooonum.
Svo fljúgum við til útlanda og gerum þar allt vitlaust.
Hvenær sem er á árinu, enginn getur verið svo ástfangin.
Ástin þú veist að ég er svo eldheit og nú er ég orðin sjóðheit ástin, staðreynd er sú að ég hef alltaf verið þíííín.
Ohhh Ástin ég er að koma heim ástin, vertu tilbúin undir sænginni ástin, því ég er skvísan þín.


SÓLÓ Prinsessunnar.


Ohhh Ástin, þú veist að ég er svo eldheit.
Og nú er ég orðin sjóðheit ástin, því ég er skvísan þín.
OG HVAR ER BÍLLINN ÞINN?
Ástin við förum heim til Mín.
En ástin við tryllum heim til Þín!
Ástin við förum heim til Mín.
En ástin við tryllum heim til Þín


Ástin OG HVAR ER BÍLLINN ÞINN??
Ástin við förum heim til Mín!
En ástin við tryllum heim til ÞÍN……


Þórey myndin af þér fer eins og eldur um sinu hér á Íslandi............... :O)

Var dugleg stelpa að læra í VRII til 17:00, skellti mér svo hinu megin við Suðurgötuna á trampólínæfingu!
Ég hoppaði svo mikið að jólaspikið var farið að skoppa af............. og bragðlaukarnir mínir hoppuðu af kæti :OX

Þórey Edda skrapp til Bandaríkjana í æfingar-, skemmti- & VERSLUNARFERÐ!!!

Held hún sé líka aðeins að missa sig í æfingunum.............. :O)

P.s þín var sárt saknað á trampólínæfingunni áðan :O(

8.1.03

Stundaskráin mín þessa önnina........ vor 2003 lítur svona út!!!

7.1.03

Er búin að vera mjög upptekin undanfarið við að ditta að yndislegu jólagjöfinni minni sem var ferðageisaspilari, svo ég er að skrifa og skrifa heilan helling af geisladiskum. Þurfti meira að segja að fara í BT að kaupa fleiri skrifanlega diska og tösku eða eiginlega box undir spilarann og alla diskana til að taka með í skólann og svl.

JÆJA.............

Þá er hversdagleikinn hafinn aftur, skólinn byrjaði í dag svo það er ekki aftur snúið!
Annars er þetta það helsta sem hefur drifið á daga mína frá því síðast!

* Kláraði prófin 21.des - fór beint í útskriftarveislu hjá Steinari, svo fórum við bekkurinn út að borða saman og síðan var haldið í bæinn.
* 22.- 24.des - Vinna eins og brjálæðingur í Kúnígúnd í miklu fjöri
* 22.des Kíkti í Jólaglögg hjá Sverri Bolla eftir vinnu
* 23.des Afmæli hjá Steinþóri bróðir eftir vinnu um 23:30
* 24.des Var til 15.00 að redda síðustu jólagjöfunum og þá átti eftir að þrífa, pakka öllu inn og bruna austur..... í jólin, fékk loksins jólamatinn sem ég var búin að bíða og bíða eftir........ enda búin að halda 1944 réttunum uppi allt, allt of lengi! (Þeir væru farnir á hausinn ef ég væri ekki...)
* 25.des - Jólahangikjötsveisla hjá Steinþóri bróðir
* 26.des - Kökufjölskylduboð hjá Kristínu systir hennar mömmu
* 27.des - Stokkseyri
* 28.des - Vinna allan daginn, síðan var kveðjupartý hjá Sóley!
* 29.des - Selfoss
* 30.des - Fór loksins í jólaklippinguna hjá henni Guðrúnu vorum langt fram að nótt að háma í okkur osta og kjafta
* 31.des - Sú almesta veisla sem ég hef verið í .............. vorum 20 manns sem borðuðum saman inni hjá Steinþóri. Kristján gerði hrikalega góða humarsúpu sem sló aldeilis í gegn, síðan var lax í millirétt, hamborgarahryggur í aðalrétt og svo hvorki meira né minna en 5 tegundir af eftirrétt.
Þannig að allir voru í rokna stuði í Móaflötinni eftir vel heppnað skaup og allt of mikið át. Kíktum svo í partý til Esterar & Kidda um 02 leytið, þar sem Steinar spilaði á gítarinn við mikinn fögnuð partýgesta!!!
* 01.jan - Hin árlega nýársgleði hjá Helga & Lóu, 5 rétta matseðill sem var ekki slæmur - þar sem Helgi og Kristján sáu um matseldina. Vorum að borða í marga klukkutíma, enduðum svo á því að spila partýspilið!
* 02.jan - Mígreniskast ;O( Missti af spilakvöldi hjá TMC
* 03.jan - Nýársfagnaður hjá Nýherja, mjög gaman, endaði svo á því að allir fóru í bæinn að tjútta
* 04.jan - Útsölur
* 05.jan - Ekkert
* 06.jan - Keypti skólabækurnar.......og reyndi að njóta síðasta frídagsins til fullnustu þar sem þetta var örugglega síðasti frídagurinn á þessu ári !!!
* 07.jan - Fyrsti skóladagurinn