28.1.03

Komin úr sveitinni........
Alltaf jafn hressandi að skella sér "heim" í smá tíma, maður kemur alveg endurnærður til baka :O)
Þegar ég var pínulítil þá ætlaði ég alltaf að verða bóndi þegar ég yrði "stór", eiga stórt sveitabýli með fullt af dýrum. Mér fannst það svo yndisleg tilfinning að geta alltaf verið í drullugallanum meðan ég væri í vinnunni. Ég var nefnilega doldill mikill strákur þegar ég var lítill krakki á Stokkseyri, leið best skítug út í polli allavegana mun betur en að vera einhver fín dama í kjól (það kostaði alltaf mikinn grátur þegar átti að pína mig í svoleiðis fatnað).
Ég held að þetta hafi kannski ekki verið svo vitlaus hugmynd hjá mér eftir allt saman - og kannski á hún einhvern tímann eftir að rætast, hver veit.......
Samt líður stelpunni alveg ágætlega í höfuðborginni en í hvert skipti sem ég fer úr henni, langar mér ekkert mikið í bæinn aftur !!! T.d. þegar ég var síðasta sumar að vinna á Verkfræðistofu Suðurlands á Selfossi. Þá bjó ég á Stk en var alveg handviss um að ég kæmi nú a.m.k. hverja helgi í bæinn.....en nei það var ekki, held það hafi endað í ca 2 skiptum yfir allt sumarið, langaði bara ekkert í allt stressið og lætin í Reykjavíkina!!!
Í framtíðinni komiði að heimsækja mig á mitt sveitabýli með öllum hænunum og aldrei að vita nema það verði heitt á könnunni og með því.....