21.1.03

VEI VEI VEI
:O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O) :O)


Ég var að fá út úr síðasta prófinu mínu sem allir eru búnir að vera að bíða eftir, stærðfræðigreining III og ég náði, fékk 7.0 og er bara sátt!!!
Þá er ég búin að ná öllum prófunum mínum og bíð þá bara eftir langþráðu námslánunum mínum sem hljóta að fara að sigla inn!!!!
Auðvitað hélt maður upp á þetta, maður á alltaf að fagna ef tækifæri gefst.
Það finnst mér allavegana og ef ekki þegar loksins allar einkunnir eru komnar inn og maður veit að von er á LÍN, hvenær þá ???
Kristján eldaði svartfugl og við buðum Áslaugu og Steinþóri í mat.... skáluðum meira að segja í freyðivíni! Bara svona týpískur mánudagur, eða er það ekki ;O)