18.1.03

MIKIÐ AÐ GERAST Í GÆR!!!

Það var vísindaferð í VST sem var mjög gaman. Fengum að kynnast fyrirtækinu mjög vel þvi okkur var skipt í marga hópa og vorum svo hjá einum starfsmanni í ca 15 mínútur þar sem hann kynnti þau verkefni sem hann er að vinna í sem var mjög áhugavert. Svo nú er maður t.d. enn vitrari um Kárahnjúkavirkjun og aðra skemmtilega hluti sem þjóðin virðist vera að tapa sér yfir. Þannig að þetta voru alveg tveir tímarnir í fyrirlestur og svo var veitt vel á eftir í kósí matsalnum þeirra, kerti & alles, mjög huggulegt. Skemmtilegasta var að Þórey mætti í vísó en hún lenti á landinu um morguninn og búin að vera USA í 3 vikur, svo það var obboðslega gaman að hitta hana loksins og hún var í hressandi fílíng!
Næst var farið í bæinn og hitt alla hina á Astró og við vorum svo mætt í sveittan Nonna kl 21:00, svona þegar normal fólk er ekki einu sinni komið í djammgallann :O)
Dönsuðum svo fullt á Astró og ég fékk viðurnefnið herðubreið :O( en mesta snilld kvöldsins var þegar ég, Stebbi & Danni röltum á alla hina staðina og að lokum kíktum við inn á Kaffi List. Komum inn og ekki hræða á dansgólfinu en við á fullt swing og gjörsamlega rifum staðinn upp..........ég er að tala um að það voru allir komnir út á gólf, ég tala nú ekki um þegar við tókum allir dansa kónga. Vá hvað ég var svekkt að vera ekki með cameruna, það voru svo mörg kodak moment að það var hrikalegt. Sá sem var dj var hvorki meira né minna en komin á eftirlaun og ákvað að verða plötusnúður um helgar og var sko að fíla það. Svo var ég næstum því búin að míga í mig þegar allar miðaldra konurnar hópuðust í kringum strákana og reyndu að heilla þá upp úr skónum................ get ekki lýst þessu alveg nógu vel í orðum - þið hefðuð þurft að vera þarna !!!
Hittum svo Hlín & co, fórum með henni á Kaffibarinn + Sólon og dönsuðum aðeins þar, kíktum svo nett inn á Celtic cross og svo heim! Ágætis kvöld það..........!!!