30.4.05

iiff
Fór í bíó í gær kl. 17:45 á myndina Garden State. Mér fannst hún fín, náði alveg að skæla smá í lokin!!! Fyndið að fara svona í 6 bíó, labbar út og allt kvöldið eftir. En það voru 4 í salnum, greinilega ekki vinsælasti tíminn ;)
Kvöldinu var svo eytt á Hótel Reykjavík Centrum, prýðis matur með prýðis fólki ;O)
En best að fara að taka húsið í gegn, var búin að lofa Forsetanum að allt yrði glansandi fínt kl. 13:00 ........ holí mólí !!!

Var að sækja Kristján í vinnuna og kem brunandi á kagganum fyrir framan Nýherja. Þar fyrir utan stóð hópur af fólki að viðra sig í blíðunni.
Kristján sest inni í bíl og er skellihlægjandi, hmmn ég leit út og sé þá að allt liðið er að míga í sig af hlátri!!!
Eftir smá stund fattaði ég að kápan mín hékk niður úr bílhurðinni og niður á götu og ég búin að keyra svona í dágóðan tíma og gjörsamlega búin að hreinsa göturnar með kápunni minni!!!! ;(
Maður er töff..........

PRÓF & PRÓFLESTUR .... !!!
próf
Mér finnst svo ótrúlegt að það sé apríl og alveg að koma maí og ég EKKI að fara í próf !!!!!!!!!!
Á þessum tíma fyrir nákvæmlega ári síðan, 30. apríl 2004 var ég í prófi í Húsagerð. Eftir prófið fórum við tribbarnir eða "Englarnir hans Steina" eins og sumir myndu orða það á Stælinn!!! Um kvöldið var svo steinsteypan tekin í gegn í Gardenstreet og gott ef "KOMA NÚ ---- KOMA NÚ" dansinn var ekki tekinn oftar en einu sinni.
Já og þar sem það eru engin próf að taka tíma frá manni þessa dagana þá er um að gera að gera fullt af skemmtilegum hlutum í staðinn..... fyndið samt hvað manni dettur aldrei neitt sniðugt í hug að gera þegar maður gæti einmitt verið að gera fullt sniðugt. En svo alltaf þegar maður er í prófum þá getur maður ekki lært því maður er alltaf að hugsa um alla milljón skemmtilegu hlutina sem maður vildi vera að gera í staðinn!!! Spes ;/
En talandi um próf að þá eru Hlín & Þórey að fara í ansi hressandi próf eftir ca 2 tíma... koma svo ferskar í TMC-Gardenstreet-Gleðskapinn beint á eftir!!! Svo var hún Bryndís mín í prófi í gær sem hún að sjálfsögðu massaði........ ;)

Þetta er hriiiiikalega fyndið ..........

29.4.05


Krùttlegt finnst mér . . .

Myndina sendi ég

26.4.05

----- T M C - G L E Ð S K A P U R -----

Styttist óðum í stærðfræðiklúbbs hittinginn mikla sem verður næstkomandi laugardag.
Áætlað er að fjölmenna í Garðastrætið og sletta ærlega úr klaufunum ;OX enda ekki annað hægt þegar fjöldi meðlima sem staddir eru hér á landi hefur tvöfaldast frá því sem var fyrir nokkrum dögum því Danni og Stebbi eru komnir úr reisunni og Þórey Edda í stuttu stoppi á klakanum vegna prófa! En ennþá eru samt sem áður tmc-arar dreifðir út um víða veröld ;/

Eru þið ekki annars í stuði !!!!!
Hverjir eru með ????

Svo hefur heyrst að Gullfoss & Geysir séu á Prikinu ......... hmmm hljómar agalega vel, ekki satt?

oprah2

Væri nú alveg til í að sjá þennan þátt, en mér skilst að hann verði ekki sýndur hérna!

VATNSBERI

Vinur eða manneskja með ólíkan bakgrunn vekur forvitni vatnsberans. Hann lætur heillast af einhverju sem hann á eftir ólært og tekur hugsanlega skyndiákvörðun.

----- úúúúú spennó spennó !!!

24.4.05

----- Hressilegt kvöld í gær... gær-kvöld -----

Addi Fan var 29. ára og það var að sjálfsögðu haldið upp á það með stæl.
Ég auðvitað stjórnaði tónlistinni "DJ She" með ipoddinum mínum........ nú fer ég ekki út úr húsi án þess að grípa poddann með og ég tala nú ekki um fm-sendinn sem Danni var svo elskulegur að kaupa handa mér í Ammmeríkunni! Svo nú birtist ég í hverjum gleðskap og geri allt tryllt án þess svo mikið sem stinga neinu í samband ...... hmmm alveg merkilegt fyrirbæri !!!!


Nokkrar myndir frá kvöldinu í gær...... gær-kvöldi !!! ;)

Addi29ára 010

Addi29ára 053

Addi29ára 057

Addi29ára 065

23.4.05

"Já það er komið sumar........ "

Heldur betur yndislegt veður í dag! Byrjaði daginn á 3 tíma prógrammi í Laugum.... aaaahhhh svo gott, var ofsa dugleg að æfa og æfa og æfa og æfa og svo slaaaaaka á eftir!!! Ég ætla að vera svo mjó í sumar að þið eigið ekki einu sinni eftir að sjá mig......... þið heyrið kannski samt í mér því ég verð vonandi með sömu röddina ;/ hmmm var þetta silja að tala eeeeeeee ég veitigggi ég sé hana allavegana ekki ...... ;)

Eftir að hafa farið í slipp í Laugar þá löbbuðum við Kris niður Laugaveginn, sá geggjaðan sófa í Seating Consept........ hrikalega girnilegur og líka ansi smart!

En ég er farin í afmæli spafmæli og svo ætla ég að dansa af mér hliðarspikið ...........

TJá beibís

21.4.05

----- G L E Ð I L E G T S U M A R -----


Sommer

Fór í gærkvöldi á tískusýningu þar sem sýndir voru m.a. kjólar sem hún Þóra mín hafði bæði hannað og saumað. Geggjaðir kjólar og vá þvílík vinna við hvern og einn !!!
Já hún er doldið dugleg hjá mér stelpan ;)

Jæja og bara komið sumar sí svona.... ætlar fólk kannski í skrúðgöngu í tilefni dagsins?
Ég ætla að byrja á því að fara í fermingarveislu og svo er nú ýmislegt í boði!
Jafnvel að maður skelli sér í kvikmyndahús, hver veit ????

Eigið skemmtilegan dag í dag ;O)

Sumarkveðja
she


19.4.05

Vorum að koma af þrælskemmtilegri söng & leiksýningu í Borgarleikhúsinu þar sem hún Elísa Gróa litla frænka mín sló í gegn sem "Tutti Frutti" ;)

Frábært veður í dag, sá heilar 15° á mælinum .... enda mikill vorfílingur í mönnum!
Held að góða veðrið hafi haft góð áhrif á mig, allavegana drullaði ég mér í Laugar í hádeginu! Var nú reyndar mestallan tímann inn í Baðstofunni í heita pottinum, gufu og hvíldarherberginu að slaaaaaakaaaaa ;) en jú jú ég var samt alveg soldið að æfa líka ;/

Svo er eiginlega komin helgi á morgun ...... ekki leiðinlegt og það stefnir sennilega í ansi skemmtilega helgi meira að segja :O)
Meira um það síðar ;)

Farin að sofa....

17.4.05

DuranDuran 009

DURAN DURAN í Egilshöll 30. júní !!!

Eins gott að gera allt klárt.... grifflurnar, svitaböndin og safna síðu að aftan, ég hef reyndar smá forskot... tihíh ;)
Kris var nú aldeilis í Duran Duran fan club í gamla daga. Klúbburinn hittist reglulega til að hlusta á plötur með þessari merku hljómsveit. Sumir áttu meira að segja Duran Duran skjalatösku og í skjalatöskunni var allt geymt sem tilheyrði klúbbnum.
Í mörg ár var ætlunin að skella sér á tónleika með goðunum og sjá þá live á sviði .......... það gerðist svo í fyrra þegar Duran Duran hélt tónleika á Wemblay Arena í London! Ári síðar er hljómsveitin svo að spila á sjálfu Ísalandinu... spes :O)
Jæja hverjir eru með ????
re---re---re----reflex

11.4.05

----- H E I M S R E I S U F A R A R N I R -----

Ég var glöð þegar ég opnaði útidyrahurðina og við mér blasti póstkort, merkt mér :O)
Póstkort sem hafði ferðast alla leiðina frá S-Ameríku, nánar tiltekið frá borginni Arequipa. Þó svo að ég sé búin að fylgjast vel með þeim HÉR s.l. 2 mánuði að þá er alltaf svo æðislegt að fá póstkort, vona svo sannarlega að það eigi aldrei eftir að deyja út þrátt fyrir alla þessa netvæðingu... blogg/msn/skype ofl !!!
Kortið var skrifað 23. mars s.l. og sett í póst 28. mars = 2 vikur á leiðinni!

Þvílíkt ævintýri hjá þeim ......... stal nokkrum myndum hjá þeim ;/

dan&stiff
væri ég til ....... uuuuuu JÁ !!!

danni_skanni
Danni macho... ;)

IMG_1351
Fjör

IMG_1455
Stebbilíus doldið þreyttur enda búin að vera að ferðast í heila 2 mánuði!

----- LÍFIÐ -----

D: " Segðu mér... hvað ert þú aftur að gera " ?

S: " hmm meinarðu þá bara svona í lífinu ??? "
" Ja ég er að vinna á verkfræðistofu hér á höfuðborgarsvæðinu ..... "

D: " Já ok..... þú ert þá aðallega að hanna GEIMFLAUGAR ??? "

----- TILKYNNING -----

" Vinsamlegast gangið ekki inn á mannbroddum"

----- HELGIN -----
Fínasta helgi að baki sem byrjaði reyndar ansi skrautlega á föstudagsmorgninum ;)
Eftir vinnu tók ég strætó heim, rétt náði að fá mér smá snarl því svo var komið að dansæfingu!!! Jebbs áður en ég vissi af var ég allt í einu búin að skrá mig á námskeið í "Karabískum dansi" ... :O) Reyndi að fá Kris með mér en án árangurs ;/
Byrjaði laugardaginn á að koma við hjá skósmiðnum vini mínum, trítluðum svo með Öldugötufamilíunni á Thorvaldsen í brunch! Aldrei borðað þar áður en mun örugglega gera það aftur ;)
Laugardagskvöldið var síðan helgað gamalmenninu honum Helga Kristni sem var að halda upp á 30. ára afmælið sitt! úfff er það ekki orðið ansi gróft þegar vinir manns eru komnir á fertugsaldurinn ... ???? híhí
Sá "gamli" fékk flass frá vinahópnum og það leyndi sér ekki að afmælisbarnið var ansi ánægt, enda sá allra mesti dellukall sem fyrirfinnst ;)
HKH 30 ára 008
Hörkuveisla enda Helgi ekki frægur fyrir að bjóða upp á neitt annað en gúmmelaði :O) nammi namm og takk takk fyrir mig og mína !!!
HKH 30 ára 011
Svo voru allir líka bara svo hel#$%i hressir ... híhí og þar á meðal Þóra & Yesmine ;O)
HKH 30 ára 015
Sunnudagurinn var svo bara í rólegri kantinum, fórum í smá göngutúr og fórum svo langt á veg með fyrri kassann af F R I E N D S ....

9.4.05

----- MYNDASÍÐA -----

Loksins er ég búin að búa til myndasíðu, komin nokkur myndaalbúm þar inn en svo verð ég ansi dugleg að updeita hana reglulega með splunkunýjum! Mjög sniðugt að skoða þær með slideshowi og hægt að stilla sek fyrir hverja mynd, sérstaklega gott ef manni langar bara til að rétt hlaupa í gegnum þær. Svo er hægt að setja comment á myndirnar.... ;)
Hérna eru MYNDIRNAR, svo er ég líka búin að setja link á síðuna hér til hliðar!


PASSAMYNDIR ----- PASSAMYNDIR
TEK AÐ MÉR AÐ PASSA MYNDIR

bwahahhahaha
(alltaf klassi) ..................... ,)

5.4.05

ÁRSHÁTÍÐIN...
Þetta var ein sú hressasta árshátíð sem ég hef farið á !!!!
Allt var hreint út sagt FRÁBÆRT :O)

Árshátíð VSÓ 2005 108

....nema að sá sorglegi atburður átti sér stað þegar árshátíðargestir voru komnir í sitt allra fínasta púss og mættir í fordrykkinn að þá var páfinn úrskurðaður látinn :(
Leiðinlegt að þetta skyldi akkúrat gerast á sjálfan árshátíðardaginn! Þetta hafði án efa áhrif á hressleika hópsins fyrrihluta kvölds... ;/

Árshátíð VSÓ 2005 104

Þegar PÁFinn dó að þá stuttu síðar dó PÁFAgaukurinn....... ;/ tilviljun eða hvað ??????????????

IMG_3100

Veislustjórinn tók þemanu auðvitað grafalvarlega ;)

Árshátíð VSÓ 2005 069

og maturinn var góður nammi namm :OÞ


Árshátíð VSÓ 2005 081

Ekki voru skemmtiatriðin af verri endanum enda "skemmtilega nefndin" búin að vera dag og nótt við undirbúning.... hehe


RIMG0202

og svona í restina tók maður auðvitað lagið með hljómsveitinni "Tvöföld áhrif" en þeim í bandinu fannst við svo efnilegar að þeir bókuðu okkur strax í túr með um allt landið í sumar... úff ég var smá efins fyrst en hugsaði ég með mér kommonnnn grípa gæsina þegar hún gefst .... enda ekki nokkrum manni gerandi að vinna á verkfræðistofu allt sitt líf ;)


1.4.05

BONGÓBLÍÐA Á VSÓ ...



ALOHA !
Já það var sko hawaii stemming í vinnunni í gær enda Hawaii dagur og mikill metnaður í gangi enda verkfræðingar afar metnaðarfull stétt ... ekki satt !!!
Við skemmtinefndin (sjá mynd fyrir ofan) eða "skemmtilega nefndin" eins og við viljum kalla okkur ... múhahahah við erum svo fyndin ;) já vorum allt kvöldið áður að skreyta og græja út í vinnu! Veggfóðruðum allt með Hawaii borða, stilltum upp sóltjaldi, sólstólum, uppblásnum pálmatrám, páfagaukum, ananas, stráhöttum og og og og .... meira að segja bjuggum til strönd! Já ég get svo svarið það, vorum með kerru fulla af sandi og tarrraaaahhhhhh þessi líka huggulega strönd ! Váaaaa ég get sko sagt ykkur það að þegar fólkið mætti til vinnu um morguninn þá gjörsamlega reif það sig úr fötunum og stökk í sandinn!
Í hádeginu voru svo grillaðar pylsur, borðaðar vatnsmelónur og drukkinn suðrænn & seiðandi drykkur ;O)
En jæja farinn austur á Egils.... á árshátið !!!!!!!!!!!!!!!!
kveðja,
S. Hawaii