Var að sækja Kristján í vinnuna og kem brunandi á kagganum fyrir framan Nýherja. Þar fyrir utan stóð hópur af fólki að viðra sig í blíðunni.
Kristján sest inni í bíl og er skellihlægjandi, hmmn ég leit út og sé þá að allt liðið er að míga í sig af hlátri!!!
Eftir smá stund fattaði ég að kápan mín hékk niður úr bílhurðinni og niður á götu og ég búin að keyra svona í dágóðan tíma og gjörsamlega búin að hreinsa göturnar með kápunni minni!!!! ;(
Maður er töff..........
<< Home