30.4.05

PRÓF & PRÓFLESTUR .... !!!
próf
Mér finnst svo ótrúlegt að það sé apríl og alveg að koma maí og ég EKKI að fara í próf !!!!!!!!!!
Á þessum tíma fyrir nákvæmlega ári síðan, 30. apríl 2004 var ég í prófi í Húsagerð. Eftir prófið fórum við tribbarnir eða "Englarnir hans Steina" eins og sumir myndu orða það á Stælinn!!! Um kvöldið var svo steinsteypan tekin í gegn í Gardenstreet og gott ef "KOMA NÚ ---- KOMA NÚ" dansinn var ekki tekinn oftar en einu sinni.
Já og þar sem það eru engin próf að taka tíma frá manni þessa dagana þá er um að gera að gera fullt af skemmtilegum hlutum í staðinn..... fyndið samt hvað manni dettur aldrei neitt sniðugt í hug að gera þegar maður gæti einmitt verið að gera fullt sniðugt. En svo alltaf þegar maður er í prófum þá getur maður ekki lært því maður er alltaf að hugsa um alla milljón skemmtilegu hlutina sem maður vildi vera að gera í staðinn!!! Spes ;/
En talandi um próf að þá eru Hlín & Þórey að fara í ansi hressandi próf eftir ca 2 tíma... koma svo ferskar í TMC-Gardenstreet-Gleðskapinn beint á eftir!!! Svo var hún Bryndís mín í prófi í gær sem hún að sjálfsögðu massaði........ ;)