----- HELGIN -----
Fínasta helgi að baki sem byrjaði reyndar ansi skrautlega á föstudagsmorgninum ;)
Eftir vinnu tók ég strætó heim, rétt náði að fá mér smá snarl því svo var komið að dansæfingu!!! Jebbs áður en ég vissi af var ég allt í einu búin að skrá mig á námskeið í "Karabískum dansi" ... :O) Reyndi að fá Kris með mér en án árangurs ;/
Byrjaði laugardaginn á að koma við hjá skósmiðnum vini mínum, trítluðum svo með Öldugötufamilíunni á Thorvaldsen í brunch! Aldrei borðað þar áður en mun örugglega gera það aftur ;)
Laugardagskvöldið var síðan helgað gamalmenninu honum Helga Kristni sem var að halda upp á 30. ára afmælið sitt! úfff er það ekki orðið ansi gróft þegar vinir manns eru komnir á fertugsaldurinn ... ???? híhí
Sá "gamli" fékk flass frá vinahópnum og það leyndi sér ekki að afmælisbarnið var ansi ánægt, enda sá allra mesti dellukall sem fyrirfinnst ;)
Hörkuveisla enda Helgi ekki frægur fyrir að bjóða upp á neitt annað en gúmmelaði :O) nammi namm og takk takk fyrir mig og mína !!!
Svo voru allir líka bara svo hel#$%i hressir ... híhí og þar á meðal Þóra & Yesmine ;O)
Sunnudagurinn var svo bara í rólegri kantinum, fórum í smá göngutúr og fórum svo langt á veg með fyrri kassann af F R I E N D S ....
<< Home