12.3.05


Hættum snemma á föstudaginn og skelltum okkur í vísinda/vettvangsferð í Hótel 1919, Pósthússtræti. Það var ansi fróðleg ferð og gaman að sjá hvað felst í því að breyta gömlu friðuðu húsi í nútímalegt hótel!
Á eftir settumst við svo niður á 101 hótel. Ég stoppaði reyndar frekar stutt þar því það var kominn tími á að fara að gera og græja ýmislegt fyrir idolpartýiið mikla!
Ég trítlaði af 101 yfir í Ostabúðina á Skólavörðustígnum og verslaði þar ýmislegt gúmmelaði til að bjóða upp á í partýinu ;OÞ
Fólk fór síðan að flykkjast í Garðastrætið upp úr 20:00 og koma sér fyrir í bíósalnum... hehe vorum með skjávarpa og vörpuðum honum á allan stofuvegginn þ.a. manni leið eins og í sal 2 í Háskólabíó ,)
Allir virtust sáttir við úrslitin og voru mikil fagnaðarlæti í langan tíma á eftir....
Alltaf bættist síðan í hópinn eftir því sem leið á nóttina og allir svooo hressir, sem er nú fyrir öllu hí hí