BONGÓBLÍÐA Á VSÓ ...
ALOHA !
Já það var sko hawaii stemming í vinnunni í gær enda Hawaii dagur og mikill metnaður í gangi enda verkfræðingar afar metnaðarfull stétt ... ekki satt !!!
Við skemmtinefndin (sjá mynd fyrir ofan) eða "skemmtilega nefndin" eins og við viljum kalla okkur ... múhahahah við erum svo fyndin ;) já vorum allt kvöldið áður að skreyta og græja út í vinnu! Veggfóðruðum allt með Hawaii borða, stilltum upp sóltjaldi, sólstólum, uppblásnum pálmatrám, páfagaukum, ananas, stráhöttum og og og og .... meira að segja bjuggum til strönd! Já ég get svo svarið það, vorum með kerru fulla af sandi og tarrraaaahhhhhh þessi líka huggulega strönd ! Váaaaa ég get sko sagt ykkur það að þegar fólkið mætti til vinnu um morguninn þá gjörsamlega reif það sig úr fötunum og stökk í sandinn!
Í hádeginu voru svo grillaðar pylsur, borðaðar vatnsmelónur og drukkinn suðrænn & seiðandi drykkur ;O)
En jæja farinn austur á Egils.... á árshátið !!!!!!!!!!!!!!!!
kveðja,
S. Hawaii
<< Home