10.4.06

Jamm og jamm og jú....

Helgin liðin og hún var hress. Á föstudagskvöldið komu tilvonandi "hjónin" þau Katrín og Steinar í homemade pizzu og idolhorf. Djasskoti góðar pizzur þó ég segi sjálf frá og ég var sátt við hvíta kónginn! Á laugardagsmorguninn kom Hólmfríður systir til mín og við drifum okkur beint í Smáralind til að gæsa hana Jenný frænku okkar. Það heppnaðist frábærlega og var gæsin í stífu prógrammi frameftir nóttu og skemmti sér konunglega eins og við allar. Það var allt svoooo fyndið og ég er enn með harðsperrur í maganum af öllum hlátrinum :)

Hér er gæsin... þetta er um morguninn og hún veit ekkert hvað bíður hennar!!!



Hér er síðan ein frænkumynd



Já þetta var gaman og Hólmfríður gisti svo hjá mér um nóttina og vígði nýja svefnsófann okkar :) Gaman að fá sissu sína í sleepover :D Svo fór hún með rútunni í hádeginu á sunnudaginn... hehe soldið skondið að skutla henni á rútuna eftir helgardvöl í borginni!
Sunnudeginum eyddi ég síðan í prjónerí, kláraði bangsagallann eða nánast... á bara eftir að festa nokkrar tölur og þá er hann klár.
Um kvöldið hittist Bókaklúbburinn Bjartur í snæðing á Vegamótum áður en haldið var á sýningu í Austurbæ með Curtis Adams, einhvers konar töfra-brellu-dansshow... Í einu atriðinu tók gaurinn Kristján upp... týpístk af öllum í salnum. Þetta var e-ð svona sprengjuatriði og mitt litla hjarta var engan veginn að höndla þetta. Ég var svo viss um að hann myndi bara fuðra upp þarna á sviðinu :/ !!!

Jæja Kristján er að reka á eftir mér, ætlum í göngutúr og enda svo á Bókasafninu.... eigiði skemmtilegt mánudagskvöld!

7.4.06

Adddddiiiiiiiii IDOL.....

Kominn föstudagur og það stefnir í heimabakaða pizzu, idol-úrslit og kósýheit.

Annars verð ég að segja ykkur frá nýjum pizzastað sem við Ása skelltum okkur á í gær, hann heitir “Reykjavík Pizza Company”. Þeir eru með eldbakaðar pizzur, alveg hrikalega góðar og á matseðlinum er alveg endalaust úrval af svona allskonar öðruvísi sem maður hefur ekki smakkað áður. Þá vitiði af því.... ;)

Það var Spánardagur í vinnunni í dag, upphitun fyrir árshátíðina sem verður í Barcelona eftir 2 vikur. Allt húsið skreytt með öllu sem minnir á Spán og svo voru grillaðir “El Toro” borgarar í hádeginu. Samt ekki beint Spánar-veður í dag en það eru ekki alltaf jólin!!!!

6.4.06


Síðasti tíminn á prjónanámskeiðinu var í gærkvöldi. Finnst þetta nýja áhugamál mitt svo mikið æði, það er eitthvað svo afslappandi að setjast niður með prjónana. Svo er þetta svo þægilegt því það er hægt að taka prjónana með sér nánast allt, t.d. í heimsóknir, á kaffihúsið og í langa bíltúra. Já það er svo social að prjóna :)
Svo verður maður alveg húkkt á þessu, nú ligg ég t.d. upp í á kvöldin og les prjónauppskriftir bara eins og skáldsögur (kreísí æ nó). Er síðan alveg hrikalega ánægð með mig ef ég kemst í gegnum uppskriftina án þess að stoppa á neinu, þá finnst mér ég orðin soldið pró... híhí
Jæja en núna er námskeiðið búið og ég verð að vera dugleg að halda mér við, vona að ég gleymi ekki öllu sem ég er búin að læra. Nei nei það má ekki en ég held ég sé með hugmyndir að ca 20 hlutum sem mig langar til að gera helst NÚNA svo það verður nóg að gera hjá prjóna-she á næstunni!

4.4.06

Veturinn er greinilega ekki búinn ó nei, kannski bara rétt að byrja, maður spyr sig.
En bráðum kemur betri tíð ég trúi því að sumarið eigi eftir að verða gott, endalaus sól og gleði og allir í góðu skapi. Ótrúlegt hvað veður hefur mikil áhrif á fólk, leið og sólin fer að skína þá er maður allur léttari... tala nú ekki um hvað það munar miklu að vakna á morgnana við það sólin skín inn um gluggann hjá manni í staðinn fyrir drungamyrkur og skítakulda. Samt finnst mér alltaf rosa kósý að hafa myrkrið og kuldann, geta þá kveikt á fullt af kertum og gert soldið huggulegt. En það er fínt yfir háveturinn, ekki allt árið. Finnst lágmark að á vorin, sumrin og haustin sé hlýtt og gott!
Hvernig finnst ykkur annars nýja veðurfræðingskonan á Stöð2??? Nei bara að tékka..... ;)