6.4.06


Síðasti tíminn á prjónanámskeiðinu var í gærkvöldi. Finnst þetta nýja áhugamál mitt svo mikið æði, það er eitthvað svo afslappandi að setjast niður með prjónana. Svo er þetta svo þægilegt því það er hægt að taka prjónana með sér nánast allt, t.d. í heimsóknir, á kaffihúsið og í langa bíltúra. Já það er svo social að prjóna :)
Svo verður maður alveg húkkt á þessu, nú ligg ég t.d. upp í á kvöldin og les prjónauppskriftir bara eins og skáldsögur (kreísí æ nó). Er síðan alveg hrikalega ánægð með mig ef ég kemst í gegnum uppskriftina án þess að stoppa á neinu, þá finnst mér ég orðin soldið pró... híhí
Jæja en núna er námskeiðið búið og ég verð að vera dugleg að halda mér við, vona að ég gleymi ekki öllu sem ég er búin að læra. Nei nei það má ekki en ég held ég sé með hugmyndir að ca 20 hlutum sem mig langar til að gera helst NÚNA svo það verður nóg að gera hjá prjóna-she á næstunni!