10.3.06



SKÚRA---SKRÚBBA---BÓNA


Ætla að hella mér í helgartiltektina, taka allt í gegn og þá líður manni svo vel á eftir. Verst bara að ég held að ryksugan sé orðin doldið lasin hjá mér, ryksugaði nefnilega alveg óvart soldið af vatni um daginn og það er ekki svo sniðugt skal ég segja ykkur! En ég á nú svo gífurlega góðar þrífugræjur sem ég eignaðist á enjo-kynningunni um daginn svo þetta reddast. En þessar græjur eru alveg magnaðar verð ég segja, það er bara allt annað líf að þrífa með þessu og ég geri það nánast með bros á vör :) ... svona nánast

Ætla samt að starta helginni á göngutúr niður Laugaveginn með Katrínu (a.k.a. KaKa GaGa) hljómar það ekki bara nokkuð vel.... jú mér finnst það. Fá smá orku fyrir öll þrifin. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í einu skópari eða svo fyrir afmælispjéning sem mér áskotnaðist. Svo er ég nokkuð viss um að Katrín skelli sér á eins og kannski eitt flufffy pils.... hver veit?

Danni skanni er síðan alveg að verða 25.ára og ætlar í því tilefni að bjóða okkur TMC-urum í snæðing og tjútt. Gæti orðið heljarinnar fjör enda Daníel Scheving höfðingi heim að sækja ;)


Góða helgi þið öll *0)