27.2.06

Asssskoti góðar þessar bollur, það mega þær eiga og best er að fá sér doldið vel af þeim....

Helgin var fín, Binna gaf okkur ofsa gott að borða í matarboðinu á föstudagskvöldið, gaf okkur kannski aðeins of mikið að borða, ég er ennþá södd.... (eða er það kannski bollurnar?)
Laugardagurinn fór svo í jóga og miðbæjarrölt í góða veðrinu. Um kvöldið var svo þrítugsafmæli og skemmtilegheit.
Í gær vöknuðum við hjúin eldsnemma og brunuðum í sveitina. Byrjuðum á að heimsækja afa hans Kristjáns í Skógsnesi í Gaulverjabæ, lentum svo í bolluveislu hjá tengdó og enduðum síðan í kvöldmat hjá mömmu & pabba á Sólheimum. Heljarinnar prógramm svona á sunnudegi.

Er að spá í að elda fiskibollur í dag í tilefni dagsins :)