10.2.06

HLÁTUR Á AFAR ÓHEPPILEGUM TÍMA...
Ég lenti í hrikalega vandræðulegu mómenti í fyrradag. Ég og minn heittelskaði vorum á leiðinni heim úr vinnunni og áttum svo bæði að vera mætt annars staðar innan skamms. Stefnan var tekin á kvöldmat úr lúgunni á Aktu Taktu. Biðum í dágóða stund í lúguröðinni en svo var komið að okkur. Ég nota bene var að keyra og var því næst lúgunni og Kristján sat síðan í farþegasætinu, fjær lúgunni. Afgreiðslustúlkan í röðinni býður góða kvöldið. Ég lít á hana og gjörsamlega fæ hláturskast!!! Bæði var stúlkan svo hrikalega fyndin í framan e-ð, var með svo mikla kæki og svo var hún með þá allra fyndnustu rödd sem ég hef nokkurn tímann heyrt... En ég semsagt fékk hlátursKAST!!!!!!!!! og það er sko ekkert grín, ég bara réð ekki við mig og fór að hágrenja af hlátri og ég reyndi að snúa mér úr hálslið til að hún sæji ekki að ég væri að hlægja :/ hmmm. En stelpan alltaf “Get ég aðstoðað þig?” og ég gat ekki sagt neitt því ég hló svo mikið. Kristján hló líka en reyndi að bjarga mér úr þessari klípu og pantaði sér mat og sagði svo við hana að ég ætlaði að fá ostborgaratilboð... en ég ætlaði nota bene að fá mér samloku með skinku, osti og aspas en ég hló svo rosalega að ég gat ekki einu sinni leiðrétt hann eða gefið honum merki um að ég vildi ekki ostborgara. Ég var ennþá með hausinn alveg í hina áttina og stelpugreyið alltaf að reyna e-ð að ná sambandi við mig “Viltu pepsi með tilboðinu?” og ég horfði bara í hina áttina út um gluggann og hló og Kristján alltaf “Já hún vill Pepsi”. Heyrðu svo lokar hún lúgunni og fer að græja matinn. Þá gjörsamlega sprakk ég en náði svo aðeins að jafna mig og hugsaði með mér hversu ömurleg ég væri að hlægja svona að grey stelpunni. Nú var lúgan orðin laus fyrir framan svo við færðum okkur þangað. Vinkonan opnar þá lúgu og segir “ Get ég aðstoðað ykkur ???? “ og með sinni “undurfögru” rödd. Þá hélt ég að ég yrði ekki eldri........ hún semsagt mundi greinilega ekkert eftir okkur frá 1 mínútu áður og hvað þá að ég hafi verið að hlægja að henni!

En það er hrikalegt að fá svona svaðalegt hláturskast þegar það á einmitt engan veginn við að hlægja og hvað þá grenja úr hlátri og bara geta alls ekki hætt!!!
Það er svona svipað vandræðalegt og að vera að afgreiða í sjoppu og sá sem er að kaupa af þér missir kusk úr klinkveskinu sínu ofan í bland-í-poka-nammið og þú kúgast og kúgast og getur ekki afgreitt manninn !!! :/