Það var aldrei að maður skellti sér í leikhús....
Fórum að sjá Woyzeck í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið. Hef heyrt mjög misjafnar skoðanir hjá þeim sem hafa séð þetta leikrit, annað hvort finnst fólki þetta algjört æði eða hrikalega boring! Ég tilheyri seinni hópnum... fannst bara hreint út sagt grútleiðinlegt :( Held mér hafi aldrei leiðst svona mikið í leikhúsi, ég beið bara eftir að sýningin yrði búin. Reyndar var tónlistin mjög góð, Nick Cave alveg að standa sig. Ég var bara svo hissa þegar þetta var búið að ég fékk eiginlega hláturskast. Yfirleitt finnst mér alltaf ofsalega gaman í leikhúsi hvort sem ég fer á gamanleikrit eða mjög þung verk, þá labba ég yfirleitt mjög sátt út að sýningi lokinni en þetta var bara aðeins of súríalískt fyrir mig, góðan daginn!!!!!!
<< Home