31.12.05

Árið 2005...
... er að verða búið og nýtt ár að taka við!
Ýmislegt skemmtilegt var brallað á þessu ári sem og flest önnur ár en þetta var í rauninni ferðaárið mikla. Við Kristján höfðum ekki ferðast saman til útlanda í 6 ár en bættum það aldeilis upp í ár. Í maí fórum við í yndislega ferð til Barcelona, stuttu á eftir í smá hopp til London og síðan eyddum við heilum 2 vikum í Króatíu í September. Í sumar fórum við líka í vikuhringferðalag um Ísland með kúlutjaldið okkar, e-ð sem við höfðum ætlað að gera í svo mörg ár. Sú ferð var algjört æði enda ótrúlegt þetta land sem við eigum. Það að ferðast skilur svo mikið eftir sig og eftir standa fullt af yndislegum minningum.
Á árinu upplifði ég mikla gleði en einnig virkilega sorglega og erfiða tíma. En þannig er víst lífið, eina mínútuna er maður brosandi af gleði en þá næstu grátandi af sorg. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu lífi og hvenær e-ð gerist, því er svo mikilvægt að lifa lífinu lifandi... alltaf!!!