14.12.05

S A L T


Mæli með jólamatseðlinum á SALT í gamla Eimkipshúsinu. Nammi namm hvað ALLT bragðaðist vel eins og t.d. villihérasúpan---hreindýrapatéið---reykti laxinn---kjúklingalifrapatéið---síldin---purusteikin---svínabógurinn---lambakjötið---hreindýrið---ísinn---creme bruléið---ris-a la mandið---súkkulaðifrauðið..... *slef-slef*
Frábær matur, ekkert ósvipað og að fara á jólahlaðborð nema þarna er komið með réttina á borðið til manns og svo mikið lagt upp úr hverjum rétti. Fannst þetta eiginlega soldið skemmtilegra en þau jólahlaðborð sem ég hef farið á þar sem fitubollan ég mæti alltaf alveg eins og ég hafi aldrei fengið að borða áður, hrúga hinum ýmsu réttum saman á diskinn (sem kannski passa alls alls ekki saman) og helli svo brúnni sósu yfir allt heila klabbið.
Það var allavegana skemmtilega öðruvísi að prufa þetta líka en versta við þetta er að núna var ég að komast að því að það hefur verið tekið 2 x út af kortinu mínu fyrir matinn. Greinilega eins gott að maður fylgist með á heimabankanum! Þó þetta hafi verði fjandi gott þá finnst mér nú fullgróft að borga milljón krónur fyrir þetta!!!
Já og það getur tekið allt að 10 daga að fá þetta leiðrétt..... hvað er það ??? Einstaklega frábært líka á þessum tíma þegar maður þarf nánast ekkert á pjéeningum að halda :/