klukkerí...
Fyrir talsvert mörgum vikum síðan þá var ég klukkuð og núna ætla ég að standa mína pligt og skrifa 5 staðreyndir um sjálfa mig!
1. Ég lærði á píanó í 3 ár
Var samviskusöm og æfði mig heima fyrir hvern tíma, spilaði á tónleikum og einnig fyrir gesti og gangandi........ í dag kann ég EKKERT!
2. Ég er með augnhára-fóbíu
og á mjög háu stigi....... ég veit ekkert viðbjóðslegra! *gubb*
3. Ég hef verið meðhjálpari
Í aðfangadagsmessu í Stokkseyrarkirkju árið 1995 var ég svo heppin að fá að leysa hann afa minn af og gerast meðhjálpari. Þetta er ein bíssíasta messa mín hingað til því auk meðhjálparstarfanna var ég að sjálfsögðu líka í kórnum og söng m.a. tvísöng svo ég hljóp upp og niður kirkjustigann alla messuna. Afar dýrmæt minning og er ég endalaust þakklát honum afa mínum fyrir að treysta mér fyrir því sem hann gerði svo vel.
4. Bjó í Svíþjóð
Þegar ég var aðeins 6 mánaða gömul fór ég með fjölskyldunni til Svíþjóðar að heimsækja móðursystir mína. Þar dvöldum við í 1 mánuð. Ég sagði hinsvegar öllum til 13 aldurs "Ég átti heima í Svíþjóð þegar ég var lítil". Fannst það e-ð svo kúl!
5. Leikari - Ljósmyndari - Söngvari - Sjúkraþjálfari
Þetta var það sem ég dreymdi um að verða þegar ég yrði stór! Þegar ég fór í starfskynningu í 10. bekk fór ég einmitt í Þjóðleikhúsið, Ljósmyndastofuna Nærmynd, Söngskóla Reykjavíkur og til sjúkraþjálfara... hmmm hvað gerðist svo í millitíðinni ???
Ég átti víst að skrifa 5 staðreyndir um mig sem fáir vita, spurning hvort þessar komi einhverjum á óvart!
<< Home