14.10.05

jæja þá er maður mættur á klakann eftir 3 mánuði í Króatíu.....
nei nei erum svosem löngu kominn heim þó svo að við hefðum helst viljað vera þarna til jóla.
Yndisleg ferð, ofboðslega fallegt þarna, góður matur og Króatarnir svo einstaklega vinalegir.
Gerðum ýmislegt þrátt fyrir miklar rigningar inn á milli. Tókum t.d. bílaleigubíl og keyrðum til Ljubljana höfuðborg Slóveníu, fórum til Feneyja þar sem við sigldum á gondóla og drukkum kaffi á elsta kaffihúsi í heimi sem er staðsett á Markúsartorginu. Keyrðum líka til Ítalíu og ferðuðumst líka töluvert um Króatíu, m.a. til Pula og Rovinj. Hótelið okkar var æði þar var fullkominn líkamsræktarsalur, nudd- og snyrtistofa, tannlæknir, hárgreiðlsustofa og wellness center. Ég nýtti mér nuddstofuna ansi vel, held ég hafi farið 6 sinnum í heilnudd og borgaði skid og ingenting fyrir, allavegana miðað við hvað þetta kostar hér heima. Fór líka 1x í 90 mínútna heitsteinanudd sem var sjúklega afslappandi. Wellness centerið var ekkert ósvipað Baðstofunni í Laugum, með fullt af gufuböðum, heitum pottum, hvíldarbekkjum o.s.frv. nema að eini munurinn var að þarna var bannað að vera í sundfötum......... hmmm ég fékk smá panikk í fyrstu og ætlaði að hlaupa út en svo vandist þetta og eiginlega bara helvíti næs að spranga um allsber með allra þjóða kvikindum :/
Frábær ferð í alla staði, ferðuðumst mikið og náðum að skoða svo margt nýtt og spennandi ásamt því að gera bara ekki neitt og vera í algjörri afslöppun.
Væri til í að fara aftur á þessar slóðir og skoða meira af Austur Evrópu.

Læt nokkrar myndir fylgja með en svo er hellingur af myndum úr ferðinni inn á myndasíðunni.

Kvöldsólin í Króatíu

Krúttlegur harmonikkukall
Í Ljubljana í Slóveníu, Kristjáni langaði svo að eiga harmonikkuna hans en mig langaði að eiga kallinn!

Feneyjar
Feneyjar

Girnilegt grænmeti á markaðnum í Rovinj
Girnilegt grænmeti á markaðnum

Í fluginu á leið til Íslands eftir yndislegt frí í Króatíu
Á leiðinni heim..... :(