22.8.05

menning smenning ...

Fínasta helgi að baki! Á föstudagskvöldið höfðum við hjúin það bara doldið kosssí, elduðum geggjaðan lax með öllu tilheyrandi sem við skoluðum niður með afbragðs hvítvíni ;) Laugardagurinn byrjaði svo á ættarmóti á Skógum. Þar var keppt í hinum ýmsu íþróttagreinum eins og t.d. pokahlaupi, reipitogi og svo svona hlaupi þar sem maður átti að hlaupa að priki, snúa sér svo 5 hringi í kringum prikið (með höfuðið á prikinu) og hlaupa svo til baka. Ég þurfti náttúrlega að bjóða mig fram í þetta...... ó jesússs!!! Þetta var rosalegt, ég vissi ekkert hvert ég snéri þegar hringirnir voru búnir og ég átti í svo miklum erfiðleikum með að halda mér uppréttri. Þegar ég var svo loksins komin í mark þá alveg svona skalf ég öll eins og hrísla og var alltaf alveg að fara að kasta upp ;/ Kristján þurfti svo bara að fara með mig heim! Það versta er samt að mér er ennþá flökurt!
Við vorum svo mætt á menningarnótt í höfuðborginni um kvöldmatarleytið, náðum nú ekki að sjá mikið af þeirri miklu dagskrá sem var í boði þennan dag en við hlustuðum á tónleika í Eymundsson með Margréti Eir og e-m Róberti bassaleikara. Þetta var mjög kúl fannst mér en þau voru einmitt að gefa út disk sem er með Duran duran lögum og þetta kemur doldið skemmtilega út svona söngurinn hennar og svo bara bassi undir! Eftir tónleikana trítluðum við á Sægreifann og hámuðum í okkur humarsúpu og fiskispjót sem sægreifinn sjálfur grillaði fyrir okkur. Tónleikarnir á hafnarbakkanum voru fínir og stóð uppúr þegar Lögreglukórinn söng með Í svörtum fötum lagið “Born to be wild”..... kom skemmtilega á óvart! Eftir frábæra flugeldasýningu var hlaupið heim í Garðastrætið en það var gjörsamlega eins og hellt úr fötu!!! Þetta var eins og í bíómynd, en ansi ljúft að geta rölt nokkur spor og vera þá komin heim í hlýjuna. Ása Ninna, Gummi og Patti Pó kíktu með okkur upp og kom það sér mjög vel að eiga stóran sushi-bakka reddí í ískápnum. Nammi namm hvað það var gott! Þegar þau fóru svo heim í háttinn þá skunduðum við hjúin niður í bæ þar sem við hittum nokkra af okkar kæru TMC félögum. Dillibossuðumst aðeins á Kofanum og færðum okkur svo á Celtic cross. Það var troðið alls staðar, endalausar raðir. Rúmlega 4 hlupu ég, Kris og Stiff heim í sushiafganga en þá kom akkúrat aftur svona demba eins og fyrr um kvöldið, eina í stöðinni var að þjóta heim..... R U N F o r e s t !!!
Í gær fengum við okkur að borða á Thorvaldsen með nágrönnum okkar, Adda & Y. Skelltum okkur svo í bíó á eftir að sjá þessa mynd og já hún var vel súr en drullugóð. Mæli sérstaklega með henni fyrir karlmenn sem eru á lausu því það er hægt að læra ansi mörg trix á henni... ójá ;)