Búðarráp & myndagræjerí
Við Katrín kíktum aðeins í búðarráp eftir vinnu í gær, ekki seinna vænna að virða fyrir sér vetrartískuna! Ása Ninna hitti okkur svo meðan við gúffuðum í okkur Serranó á Stjörnutorginu og svo áttum við fullt í fangi með að ná að skoða allar búðir fyrir lokun kl. 21:00. Afrakstur dagsins var svo þrusu kokteil kjóll, bleikur á lit sem ég fékk á 2200 kr. með belti á prúttmarkaði hjá Spútnik!
Katrín kom svo með mér í Garðastrætið og við vorum að myndast saman e-ð frameftir nóttu og ég setti m.a. inn myndir frá því í Kína (júní 2004) og Köben (okt/nóv 2004) inn á
myndasíðuna.
Hér eru nokkrar bara svona til að rifja aðeins upp Asíu-stemminguna.....
Það var alveg magnað að sjá Kínamúrinn
Það kann þetta gamla fólkið í Kína, hér eru þau i Tai Chi
Ég, Katrín og Hlín við Þriggja gljúfra stífluna
Afraksturinn er svo hér og hér og meira að segja búin að skrifa texta við allar myndirnar!
<< Home