13.8.05

--- Ég á gamlar myndir ---

Alla tíð hef ég haft gaman að því að taka myndir og eiga vel raðaðar myndir í myndaalbúmum upp í hillu. Ég hef meira að segja verið dugleg að skoða þessi myndaalbúm mín líka, þó svo að búið sé að henda þeim lengst upp í hillu. En frá því 2002 höfum við átt stafræna myndavél sem þýðir að s.l. 3 ár höfum við ekkert framkallað en eigum samt sem áður bunch mörg GB af myndum inn á tölvunni.
Undanfarna mánuði er ég búin að vera stóran hnút í maganum yfir því að einn daginn muni tölvan krassa og allar myndirnar okkar muni hverfa í buskann. Þess vegna er ég búin að ætla í mjöööög langan tíma að taka mig til og skrifa allar myndirnar á geisladiska til að eiga til öryggis. Þetta hefur svona verið á planinu en ekki á "Framkvæma - núna - planinu" og þ.a.l. ekki framkvæmt. Síðustu vikur hef ég samt byrjað aðeins að skoða þetta. Byrjaði á að fara í gegnum alla myndafolderana og henda út öllum myndunum sem ekkert var varið i. Maður á það til að taka bara og taka grilljón mymdir af því að maður er með stafræna en svona 5% eru síðan nothæfar. En yfirleitt eru allar hinar samt látnar fylgja með svona af því bara! En í þessari yfirferð minni þá náði ég að henda nánast helgmingnum af myndunum út. Eftir það flokkaði ég allt eftir árum, 2002, 2003 og 2004. Í þá flokka fóru svo allar myndir sem tilheyrði því tímabili. Árunum skipti ég svo upp í flokka eins og -Fjölskyldan-Vinir&Vandamenn-Ferðalög-Ýmislegt-ofl.-, þið eruð að átta ykkur á þessu er þagggi ??? ;)
Síðan kom í ljós að ég þurfti að skrifa óendanlega marga geisladiska til að koma öllum myndunum fyrir svo ákveðið var að kaupa frekar 250 GB harðan disk. Nú er ég meira að segja búin að kaupa harða diskinn og *Tahahhahahahrrraaaa* allar myndirnar komnar þangað yfir!!!
Nú ætti hnúturinn í maganum aðeins að minnka því nú er ég með allar myndirnar mínar inn á sjálfri tölvunni minni, ég er síðan með allar myndirnar inn á harðadiskinum (flakkaranum) og svo er ég með meirihlutann af myndunum sem hafa verið teknar í ár inn á myndasíðunni á netinu og svo ætla ég að senda allar bestu/skettlegustu myndirnar mínar beint á www.myndval.is og láta þá framkalla fyrir mig og þeim myndum raða ég svo í lekkert myndaalbúm.

Ætti ég ekki að vera nokkuð seif núna... ???? hmmm haaa hmm ????