8.1.06

Fínasta helgi að baki, brunaði á föstudaginn á Sólheima og gisti þar alla helgina. Mikið afslappelsi og fínheit en á laugardeginum var þrettándabrennan haldin sem hafði verið frestað kvöldinu áður vegna veðurs. Á brennunni var mikið fjör, byrjaði með skrúðgöngu með álfakóng og drottningu, grýlu og leppalúða, jólasveinum og fullt af fólki í hinum ýmsum búningum. Svo voru sungin nokkur lög en þá kom bandbrjálað veður, bylur og læti svo allir hlupu á kaffihúsið í heitt súkkulaði og piparkökur.
Var að tæma myndavélina en hún var stútfull af myndum frá jólunum, læt nokkrar fylgja hérna...


Við Kristján héldum okkar fyrsta jólaboð á jóladag og buðum stórfjölskyldunni í mat, hér er allt að verða klappa & klárt og fyrstu gestirnir komnir í hús


Mikael Fannar & Daníela biðu spennt eftir hangikjetinu


Hér erum við mætt í hina árlegu gamlársveislu hjá Steinþóri bróðir og allir í miklu áramótaskapi


Vitiði hver við erum ???


Það var sko nóg að gera hjá kokkunum en rétt fyrir miðnætti var hinn árlegi blysdans sýndur


Rokktónleikar Löllu (86 ára) vöktu mikla kátínu áhorfenda og svo var skotið upp


Mætt í Nýársfagnaðinn hjá Helga & Lóu, ofsa góður matur... "SKÁL"


Hér erum við systurnar og hennar börn mætt á þrettándabrennuna á Sólheimum, 2 mínútum síðar kom bandbrjálað veður :( en um miðnætti var komið þetta fína veður og drifum við okkur þá í göngutúr og tókum mynd af jólaljósunum