12.1.06

skemmtiatriði gærdagsins....
Við Christina erum byrjaðar á prjónanámskeiði einu sinni í viku. Fyrsti tíminn var í gær og fengum við okkur að borða á Svarta Kaffi á undan. Svo sem allt í lagi með það nema þegar við stöndum upp til að borga þá vægast sagt “flýg” ég á hausinn.... það hafði verið snjór undir fínu skónum mínum sem varð til þess að ég rann yfir allan salinn og skall svo niður og braut sennilega á mér hnéskelina :( Þetta skemmtiatriði mitt vakti mikla ánægju áhorfenda sem reyndu að bæla niður í sér hláturinn! Ég borgaði og labbaði út!
Jæja svo drifum við okkur á prjónanámskeiðið og svei mér þá ef ég verð ekki bara orðin atvinnumaður í prjónaskap eftir þessi 6 skipti. Reyndar kom í ljós að allar 10 sem voru á námskeiðinu fitjuðu upp vitlaust, hmmm það var svona það eina sem ég var viss um að kunna :/ en nei nei við áttum að gera silfurfit sem er víst mun endingarbetra og ég tala nú ekki um smekklegra en það fit sem mér og flestum var kennt í barnæsku.
Allavegana við förum af prjónanámskeiðinu og hlaupum í kuldanum út í bíl. Ég starta bílnum og svo hrópar Christína “hvað gerðist fyrir spegilinn ??? “ Ég lít til vinstri og sé þá að þar er enginn spegill og unitið fyrir spegilinn gjörsamlega í henglum rétt hékk á. Á götunni lá síðan sjálfur spegillinn í molum. Það hefur semsagt e-r aldeilis dúndrað utan í bílinn og rústað speglinum og bara keyrt í burtu!!!! En sá bíll hlýtur að vera nett rústaður á hliðinni eftir þennan skandal.

Allavegana... þetta var svona dæmigerður miðvikudagur hjá mér í miðborg Reykjavíkur.
Holy moly svo er það föstudagurinn 13. á morgun, spurning um að vera bara heima :/