24.2.06

Vorið er komið og grundirnar gróa....

Við Katrín trítluðum á Grænan kost í gærkvöldi að fá okkur snæðing og þegar við erum síðan að labba aftur heim þá skyldum við ekkert í því hvað það var troðið í bænum. Fullt af fólki allstaðar og meira að segja trúbador í Austurstrætinu og ég veit ekki hvað og hvað... það var bara eins og það væri komið sumar og sól!!! Svo fattaði ég allt í einu að vetrarhátíðin væri byrjuð og sennilega allt þetta fólk út af því. Spurning um að kíkja á dagskránna og vera doldið menningarlegur. Annars dreif Birta Hlíf frænka mig með sér á tónleika í Ráðhúsinu á miðvikudagskvöldið sem var ansi gaman. Þar hlustuðum við á hina ýmsu hljóðfæraleikara spila.

Matarklúbbur hjá Binsternum í kvöld og auðvitað idol, hlakka mikið til að hitta mafíuna í öllu sínu veldi (Sóley þú mætir!).


Mig langar í bragðaref NÚNA!!! Getur e-r komið með svl. til mín ekki seinna en strax.... ????