A M S T E R D A M
Erum komin heim frá Amsterdam þar sem við vorum á árshátíð Nýherja. Gistum þar á Kraznapolski hótelinu sem er staðsett á sjálfu Dam torginu. Frábær staðsetning, alveg miðsvæðis og stutt að labba í allt. Ég hafði einu sinni áður komið til Amsterdam en það var sumarið 2004 þegar við millilentum þar í bakaleiðinni frá Kína. Þá höfðum við bara nokkra klukkutíma og voru þeir vel nýttir í H&M ráp og "Rauða hverfið". Það var semsagt það eina sem ég hafði séð af borginni. Í þetta skiptið var nú meira gert, t.d. skoðuðum við hús Önnu Frank sem mér fannst mjög merkilegt, skoðuðum Van Gogh safnið, fórum í rútu-útsýnisferð þar sem arkitektúrinn sem einkennir borgina var aðallega skoðaður og sigldum svo um síkin. Svo kíkti maður að sjálfsögðu aðeins í nokkrar verslanir en ég hef aldrei séð jafn mikið af flottum skóbúðum.... hmm samt keypti ég mér ekki eitt skópar!!! :/ skil ekkert í mér...! Svo var bara voða næs að setjast niður á kaffihúsin og fá sér vöfflu með ís, fórum líka 2x á Hagendazh... nammi namm :0Þ Meðan ég sat á einu kaffihúsinu og allir Amsterdam-búarnir þutu fram hjá mér á hjólunum sínum þá fór ég að velta því fyrir mér að allir eru þeir á eldgömlum hjólum, þá meina ég sko eld-eldgömlum, hrörlegum og samt hjóla þeir allt sem þeir þurfa. En aftur á móti á hver einasti Íslendingur 40.000 kr. milljón gíra fjallahjól og notar það aldrei. Segir kannski meira um okkur en þá ... hvað finnst ykkur ?????
En já allt gekk þetta vel, var búin að kvíða doldið fyrir flugferðinni en svo voru þetta ekki nema 2 tímar og 40 mín og það leið ótrúlega hratt, maður rétt var sestur þegar við vorum lent.
Skemmtileg borg, kom mér eiginlega á óvart!
Læt eina mynd fljóta með en hún var tekin á árshátíðinni sjálfri.... já maður er orðin algjör BÚMBA ;)
<< Home