10.4.06

Jamm og jamm og jú....

Helgin liðin og hún var hress. Á föstudagskvöldið komu tilvonandi "hjónin" þau Katrín og Steinar í homemade pizzu og idolhorf. Djasskoti góðar pizzur þó ég segi sjálf frá og ég var sátt við hvíta kónginn! Á laugardagsmorguninn kom Hólmfríður systir til mín og við drifum okkur beint í Smáralind til að gæsa hana Jenný frænku okkar. Það heppnaðist frábærlega og var gæsin í stífu prógrammi frameftir nóttu og skemmti sér konunglega eins og við allar. Það var allt svoooo fyndið og ég er enn með harðsperrur í maganum af öllum hlátrinum :)

Hér er gæsin... þetta er um morguninn og hún veit ekkert hvað bíður hennar!!!



Hér er síðan ein frænkumynd



Já þetta var gaman og Hólmfríður gisti svo hjá mér um nóttina og vígði nýja svefnsófann okkar :) Gaman að fá sissu sína í sleepover :D Svo fór hún með rútunni í hádeginu á sunnudaginn... hehe soldið skondið að skutla henni á rútuna eftir helgardvöl í borginni!
Sunnudeginum eyddi ég síðan í prjónerí, kláraði bangsagallann eða nánast... á bara eftir að festa nokkrar tölur og þá er hann klár.
Um kvöldið hittist Bókaklúbburinn Bjartur í snæðing á Vegamótum áður en haldið var á sýningu í Austurbæ með Curtis Adams, einhvers konar töfra-brellu-dansshow... Í einu atriðinu tók gaurinn Kristján upp... týpístk af öllum í salnum. Þetta var e-ð svona sprengjuatriði og mitt litla hjarta var engan veginn að höndla þetta. Ég var svo viss um að hann myndi bara fuðra upp þarna á sviðinu :/ !!!

Jæja Kristján er að reka á eftir mér, ætlum í göngutúr og enda svo á Bókasafninu.... eigiði skemmtilegt mánudagskvöld!