27.11.04

27...
Þrusu-stuð á jólahlaðborði í gær, Laddi að skemmta og hljómsveitin "Ponik" að spila - hvernig getur það klikkað ???
Ég missti samt af aðalréttinum .......... ;/ Málið var að ég fékk mér 2 umferðir af forréttunum, mér var nebblega kennt að fara margar litlar ferðir á svona jólahlaðborðum og alls ekki að sulla öllu saman heldur gera þetta mjööög fagmannlega. Heyrðu ég heldur betur var að gera það. Svo eftir seinni forréttaumferðina mína, fór ég aðeins að pissa, kom svo aftur inn í salinn heldur betur klár í purusteikina, valdorfsallatið og og og og allt hitt - NEI NEI þá er bara búið að taka allan matinn af veisluborðinu !!!!!!!!!!!!! Já nú var semsagt að komið að því að bera fram eftirréttina .......... vá ég get svarið það, það komu tár, var búin að hlakka svooooo til að fá JÓLAMAT :( En ég verð víst að bíða í 27 daga !

26.11.04


Vid skötuhjùin a leidinni ì jòlahladbord hjà VSO Ràdgjöf ;-)

Myndina sendi ég


Hitti Bryndìsi ì lunch, ætladi ad na rosa gòdri bumbumynd en geri tad bara seinna . . . . . . . . Vìììì bara manudur ì tetta ;-)

Myndina sendi ég

24.11.04

30 dagar....
Jæja nú fer að styttast í þetta og ég komin á fullt í jólastúss ;O)
Búin að kaupa nokkrar jólagjafir og er svona að stefna á að klára þær í næstu viku!!! Já nú eru breyttir tímar.. hehe
Síðan er svo margt skemmtilegt framundan:

* Skrifa jólakortin
* Konfektgerð
* Pakka gjöfunum inn
* Skreyta
* Fara á jólatónleika
* Fá sér heitt súkkulaði með rjóma
* Jólahlaðborð
* Jólaföndur
* Borða með jólastellinu mínu (bætti við í gær svo nú á ég fyrir 12)!
* Baka smákökur - HÉR er einmitt mjög sniðug síða fyrir jólakökubaksturinn .....

Hvað með ykkur eru þið komin í juuuuuuleskab ????? :O)




Póstbloggfærslu sendi silja

21.11.04


M.ì. Matarbod hja Ester. Brynhildur Eva jòlastelpa tòk a mòti okkur ;-)

Myndina sendi ég

Nyhaaaaán
Jæja er komin heim úr Kínageiminu..... myndir frá Kína rúlluðu allan tímann í sjónvarpinu, kínverskir slagarar voru spilaðir, þá sérstaklega smellurinn hans Mikka refs - "máómíóháaan".
Síðan var kínverska silkið doldið allsráðandi... ;O) HBEN tók sig allavegana vel út í silkisloppnum með greiðsluna og allt, vantaði bara sunnudagsmoggann þá hefði allt verið klárt!!!

Ætla að horfa á nokkra SATC núna og fara svo bara að sofa.

Á morgun kemur svo Kristján LOKSINS heim frá útlöndum, finnst hann búinn að vera aðeins of lengi í burtu ;(

20.11.04


Svadaleg stemming heima hja Ka . . . ;-) kìnasklopparnir og allt klart!

Myndina sendi ég

KÍNAPARTÝ...

Verkfræðigengið er að hittast í kvöld heima hjá Katrínu til að rifja upp gamla stemmingu frá Kína í sumar. Þemar verður að sjálfsögðu KÍNA og ætla allir að mæta í e-u sem þeir keyptu þar, (silkisloppar, viðbjóðs-skór, hattar o.s.frv.)
Án efa mjöööög fyndið og ég veit að Pis á eftir að taka þetta mjöööög alvarlega.

Já Pis, meðan ég man þá biður HE að heilsa !!! ;)




19.11.04


àsupjàs og gu alveg tjùllud ;-) Erum ad snæda kvöldmat og ætlum svo jafnvel ad horfa a idol . . .

Myndina sendi ég

Mig langar að ÖSKRAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA !!!!!!!!!!!!!!!!!!

Póstbloggfærslu sendi silja

17.11.04

Tek það til baka ;/

hmm... ég var e-ð að tala um að það væri svo ljúft að vera EKKI í skóla ??? Veit svei mér þá ekki hvort ég samþykki það akkúrat núna !!!!!!!!! ;(
Búið að vera kreisí kreisí kreisí í vinnunni, unnið 24/7 og allir á tánum.

En yfir í aðra sálma....... það eru 37 dagar, 2 klukkustundir, 38 Mínútur og 3 Sekúndur í jólin og ég er ekki frá því að maður sé að komast í jólaskap ;O)

En mér finnst fólk ekki alveg vera að sinna commentakerfinu sem skyldi, eða er kannski enginn að lesa þetta ruglumbull..... uhhuuu ;(
En ég vona að þetta breytist héðan í frá því ég er búin að breyta commentadótaríinu í Haloscan svo maður þurfi ekki að vera blogspot-aðili til að skrifa inn.
Þannig að tökum höndum saman og sýnum vilja í verki - fíflin ykkar ..... muhahahaha


Póstbloggfærslu sendi silja

14.11.04


Vid heldur betur ekki bùnar ad tapa gledinni ;-)

Myndina sendi ég

11.11.04

"Stundum finnst mér Dallas góðir þættir... "

Ég er klikkuð en stundum held ég að fólkið í kringum mig sé ennþá klikkaðra ;/
Ámundi verkfræði-bekkjar-félagi laumar þessari setningu í einn póstinn sem gekk á milli okkar í gær og upp úr því hófst þessi svaaaðalega umræða um Dallas.
Ég síðan sting upp á því að við hópurinn myndum hittast og horfa saman á DALLAS eitthvert kvöldið, poppa og sonna. Heyrðu allir svona líka til ................. hehe ;O)
I love crazy people..... !!!!!! ;/ og áfram Bobby - Sú Ellen og allir hinir ... muhahahaha

Póstbloggfærslu sendi silja

Svona ansi hressandi kvöld hjá okkur VSÓ skvísum í gær, fínt á Rossopomodoro, færðum okkur svo yfir á Sólon og þaðan á Ölstofuna. Þar dvöldum við til að verða 2 í nótt !!! Þvílíkt líf í bænum, þó svo það hafi verið miðvikudagur ;) Sumir tóku kannski aðeins of vel á því.. hehe og því ekki allir sem mættu til vinnu í morgun !!!
En framvegis byrja helgarnar hjá mér á miðvikudögum ......... ;)



Hùn a afmæli ì dag hùn a afmæli ì dag hùn a afmæli hùn Tòra hùn a afmæli ì dag . . . . . . . Til hamingju mùs ;-)

Myndina sendi ég


TMC lunch alltaf hressandi ;-)

Myndina sendi ég

10.11.04

44 dagar til jóla ..........
Fór með Kristjáni og KÖ á "Maður lifandi" í hádeginu, ágætis staður svipað dæmi og Grænn Kostur !
Síðan erum við VSÓ gellur að fara saman út að borða í kvöld á ROOSSOOPOOMMOODDEERROO, semsagt nóg að gera í social lífinu hehe ;)
Svo er bara svei mér þá að koma helgi, eruði að fokka í mér ???? Alltaf helgi ;OÞ


Póstbloggfærslu sendi silja

5.11.04


Komin helgi... ;O) og hvað ætlar fólk svo að gera af sér ???
Ég og Kristján erum allavegana að fara á NÝ Dönk tónleika ásamt sinfoníuhljómseitinni..... er ofsa spennt!!! Svo er hann Úle TMC félagi 25 ára og er með þrusupartý ..... annars óráðið með restina af helginni. Hmmm kannski bara sofa út á morgun, rölta svo Laugaveginn og fá sér heitt kakó með rjóma..... váaaaa hvað það er ljúft að vera ekki í skóla ;) hehe




Póstbloggfærslu sendi silja

4.11.04


KÖBEN...... !!!
Ferðin var æði, stanslaust stuð út í gegn og þó svo að töskur hafi tapast hér og þar um borgina þá töpuðum við samt aldrei gleðinni, ónei.... samt kannski stundum áttum ;O)
En ferðin einkenndist dálítið af kaupæði, dansi, hlátri og gleði og síðan var gamla og meðvirknin doldið allsráðandi. Það sem ég er enn að hlægja að er þegar Ása Ninna datt eitt skiptið í gólfið þegar við vorum að borða krókódíla og kengúrur á áströlskum veitingastað, allavegana hún hlóóóó svooo mikið að hún vægast sagt hrundi í gólfið og þjónninn var næstum búinn að panta sjúkrabíl, hljóp alveg að borðinu okkar "Is she ok??? " ..... ka svaraði "yes yes she is just laughing..... " muhahhahahha. Vá soldill einkahúmor kannski !!!!
En ég er allavegana á leiðinni til Kaupmannahafnar aftur, ekki spurning..... kannski maður skrái sig bara í DTU og taki masterinn þar með stæl... hver veit !!!


Póstbloggfærslu sendi silja