19.12.04

Daníela á afmæli í dag ... :O)



Já nú er hún Daníela hennar Hófí Siss orðin 3. ára og var haldin heljarinnar veisla á Eyrarveginum í dag. Hún er greyið búin að bíða og bíða eftir afmælinu sínu endalaust, finnst soldið ósanngjarnt hvað allir aðrir eiga afmæli á undan henni ;) Svo er hún búin að vera soldið í því að æfa afmælið undanfarnar vikur, leggur á borð fyrir þá sem hún ætlar að bjóða og fer aðeins yfir þetta allt saman..... svo allt fari nú ekki úrskeiðis á sjálfan afmælisdaginn! ;)