8.12.04

Þreyta og óákveðni ...
Það ætlaði ekki að takast hjá mér að vakna í morgun :( Búin að fara svo allt of seint að sofa undanfarið og gærkvöldið engin undantekning, vann til 22:00 og fór svo á Bridget Jones sem var ekki búin fyrr en að verða 00:30. Þá tóku við nokkrir andvökuklukkutímar sem eru ekki svo skemmtilegir klukkutímar :( Þ.a.l. var ég náttúrlega drulluþreytt þegar klukkan hringdi í morgun og vonaði svo innilega að það væri bara komin aðfangadagur og ég gæti sofið út smá ;/
En nei það var ekki.... Bridget var samt æði - við Katrín hlógum stanslaust allan tímann, en hvernig er hægt að vera svona hrikalega óheppin ???? Maður "smyr" sig...
En hvað á maður að gera af sér eftir vinnu, langar t.d. að halda áfram að föndra jólakort (dugar ekki að eiga bara þessi 6), langar líka að fara austur (veit nebblega að ég fengi hrossabjúgu) nammi namm :OÞ, svo er alltaf sniðugt að kaupa jólagjafir og taka til og svo sé ég það líka alveg í hyllingum að fara bara heim í náttfötin og horfa á SATC og svo bara snemma að sofa ;/ hmmm ???

Póstbloggfærslu sendi silja