30.4.05
Á þessum tíma fyrir nákvæmlega ári síðan, 30. apríl 2004 var ég í prófi í Húsagerð. Eftir prófið fórum við tribbarnir eða "Englarnir hans Steina" eins og sumir myndu orða það á Stælinn!!! Um kvöldið var svo steinsteypan tekin í gegn í Gardenstreet og gott ef "KOMA NÚ ---- KOMA NÚ" dansinn var ekki tekinn oftar en einu sinni.
Þetta er hriiiiikalega fyndið ..........
29.4.05
26.4.05
Styttist óðum í stærðfræðiklúbbs hittinginn mikla sem verður næstkomandi laugardag.
Eru þið ekki annars í stuði !!!!!
Svo hefur heyrst að Gullfoss & Geysir séu á Prikinu ......... hmmm hljómar agalega vel, ekki satt?
VATNSBERI
Vinur eða manneskja með ólíkan bakgrunn vekur forvitni vatnsberans. Hann lætur heillast af einhverju sem hann á eftir ólært og tekur hugsanlega skyndiákvörðun.
----- úúúúú spennó spennó !!!
24.4.05
Addi Fan var 29. ára og það var að sjálfsögðu haldið upp á það með stæl.
Ég auðvitað stjórnaði tónlistinni "DJ She" með ipoddinum mínum........ nú fer ég ekki út úr húsi án þess að grípa poddann með og ég tala nú ekki um fm-sendinn sem Danni var svo elskulegur að kaupa handa mér í Ammmeríkunni! Svo nú birtist ég í hverjum gleðskap og geri allt tryllt án þess svo mikið sem stinga neinu í samband ...... hmmm alveg merkilegt fyrirbæri !!!!
Nokkrar myndir frá kvöldinu í gær...... gær-kvöldi !!! ;)
23.4.05
"Já það er komið sumar........ "
Heldur betur yndislegt veður í dag! Byrjaði daginn á 3 tíma prógrammi í Laugum.... aaaahhhh svo gott, var ofsa dugleg að æfa og æfa og æfa og æfa og svo slaaaaaka á eftir!!! Ég ætla að vera svo mjó í sumar að þið eigið ekki einu sinni eftir að sjá mig......... þið heyrið kannski samt í mér því ég verð vonandi með sömu röddina ;/ hmmm var þetta silja að tala eeeeeeee ég veitigggi ég sé hana allavegana ekki ...... ;)
Eftir að hafa farið í slipp í Laugar þá löbbuðum við Kris niður Laugaveginn, sá geggjaðan sófa í Seating Consept........ hrikalega girnilegur og líka ansi smart!
En ég er farin í afmæli spafmæli og svo ætla ég að dansa af mér hliðarspikið ...........
TJá beibís
21.4.05
Fór í gærkvöldi á tískusýningu þar sem sýndir voru m.a. kjólar sem hún Þóra mín hafði bæði hannað og saumað. Geggjaðir kjólar og vá þvílík vinna við hvern og einn !!!
Eigið skemmtilegan dag í dag ;O)
19.4.05
Vorum að koma af þrælskemmtilegri söng & leiksýningu í Borgarleikhúsinu þar sem hún Elísa Gróa litla frænka mín sló í gegn sem "Tutti Frutti" ;)
Frábært veður í dag, sá heilar 15° á mælinum .... enda mikill vorfílingur í mönnum!
Held að góða veðrið hafi haft góð áhrif á mig, allavegana drullaði ég mér í Laugar í hádeginu! Var nú reyndar mestallan tímann inn í Baðstofunni í heita pottinum, gufu og hvíldarherberginu að slaaaaaakaaaaa ;) en jú jú ég var samt alveg soldið að æfa líka ;/
Svo er eiginlega komin helgi á morgun ...... ekki leiðinlegt og það stefnir sennilega í ansi skemmtilega helgi meira að segja :O)
Meira um það síðar ;)
Farin að sofa....
17.4.05
DURAN DURAN í Egilshöll 30. júní !!!
11.4.05
Ég var glöð þegar ég opnaði útidyrahurðina og við mér blasti póstkort, merkt mér :O)
Póstkort sem hafði ferðast alla leiðina frá S-Ameríku, nánar tiltekið frá borginni Arequipa. Þó svo að ég sé búin að fylgjast vel með þeim HÉR s.l. 2 mánuði að þá er alltaf svo æðislegt að fá póstkort, vona svo sannarlega að það eigi aldrei eftir að deyja út þrátt fyrir alla þessa netvæðingu... blogg/msn/skype ofl !!!
----- LÍFIÐ -----
D: " Segðu mér... hvað ert þú aftur að gera " ?
S: " hmm meinarðu þá bara svona í lífinu ??? "
" Ja ég er að vinna á verkfræðistofu hér á höfuðborgarsvæðinu ..... "
D: " Já ok..... þú ert þá aðallega að hanna GEIMFLAUGAR ??? "
9.4.05
Loksins er ég búin að búa til myndasíðu, komin nokkur myndaalbúm þar inn en svo verð ég ansi dugleg að updeita hana reglulega með splunkunýjum! Mjög sniðugt að skoða þær með slideshowi og hægt að stilla sek fyrir hverja mynd, sérstaklega gott ef manni langar bara til að rétt hlaupa í gegnum þær. Svo er hægt að setja comment á myndirnar.... ;)
Hérna eru MYNDIRNAR, svo er ég líka búin að setja link á síðuna hér til hliðar!
PASSAMYNDIR ----- PASSAMYNDIR
bwahahhahaha
(alltaf klassi) ..................... ,)
5.4.05
....nema að sá sorglegi atburður átti sér stað þegar árshátíðargestir voru komnir í sitt allra fínasta púss og mættir í fordrykkinn að þá var páfinn úrskurðaður látinn :(
Leiðinlegt að þetta skyldi akkúrat gerast á sjálfan árshátíðardaginn! Þetta hafði án efa áhrif á hressleika hópsins fyrrihluta kvölds... ;/
Þegar PÁFinn dó að þá stuttu síðar dó PÁFAgaukurinn....... ;/ tilviljun eða hvað ??????????????
Veislustjórinn tók þemanu auðvitað grafalvarlega ;)
og maturinn var góður nammi namm :OÞ
Ekki voru skemmtiatriðin af verri endanum enda "skemmtilega nefndin" búin að vera dag og nótt við undirbúning.... hehe
og svona í restina tók maður auðvitað lagið með hljómsveitinni "Tvöföld áhrif" en þeim í bandinu fannst við svo efnilegar að þeir bókuðu okkur strax í túr með um allt landið í sumar... úff ég var smá efins fyrst en hugsaði ég með mér kommonnnn grípa gæsina þegar hún gefst .... enda ekki nokkrum manni gerandi að vinna á verkfræðistofu allt sitt líf ;)
1.4.05
BONGÓBLÍÐA Á VSÓ ...