25.2.05

Komin helgi ...
Trítlaði heim úr vinnunni með tónlistina í botni og fílaði mig eins og á vordegi, samt soldið köldum vordegi, ég allavegana sá eftir því að hafa gleymt vettlingunum mínum heima ;/ En samt svona vor í lofti og allir e-ð svo hresslegir! Kom svo aðeins við hjá skósmiðnum með 3 pör (já ég veit!!!) og keypti mér svo eina puuuulsu hjá honum Gotta!
Á eftir er það svo Idol partý hjá Bryndísi, Kolfinnu Mist & Snæfríði Evu ;O) vó vó vó maður er bara orðin spenntur! Hvernig haldiði að þetta fari allt saman???? Ég segi að þetta verði svona:
1. Hildur Vala
2. Davíð Smári
3. Heiða
4 . Lísa
... sem segir mér það að fröken Lísa detti út í kvöld, sjáum svo til hversu sannspá ég er. Ég vil allavegana mest að hún detti út af þessum 4, vantar alla útgeislun í stúlkukindina!!! En það er einungis mín skoðun og það þarf svo sannarlega ekki að endurspegla mat þjóðarinnar tihíííhíí ;O)

23.2.05Ef þú vinnur samviskusamlega 8 stundir dag hvern, getur þú orðið yfirmaður og unnið 12 stundir!

200 kall ...Skellti mér til nágranna minna í Hjálpræðishernum og keypti þetta úúuuberfína eldgamla útvarp. Það var til svona nákvæmlega eins græja heima hjá Kris í gamla daga! Það besta er að það þrælvirkar.
Fór reyndar upphaflega til þess að leita að búningum fyrir idolkeppnina og var svo heppin að það var pokasala í gangi. Leið og ég kom inn var konan í búðinni svo ánægð að sjá loksins kúnna að hún hljóp alveg í fangið á mér og tilkynnti mér að það væri POKASALA í gangi sem ég skyldi nú nýta mér, þú tekur svona gráan höldupoka sagði hún og troðfyllir hann og borgar einungis 1000 krónur fyrir (þetta sýndi hún bæði með leik og tali, sýndi semsagt alveg hvernig ég gæti trooooðið í pokann) ... og ég alveg já frábært og fór svo bara að svipast um og sonna, svo rekst ég á buxur sem mér fannst passa fyrir einn keppandann í idol-atriðinu og ég alveg "Fyrirgefðu hvað kosta þessar????" Afgreiðslukonan: " Eeee já sko málið er að við erum með svona pokasölu í gangi, þú tekur svona gráan höldupoka........ blablabla! Alveg sama ræðan! Þá var hún búin að steingleyma því að hún hafði einmitt sagt þetta nákvæmlega sama við mig akkúrat 1 mínútu áður ;/ æjjji soldill snúður þessi kona. Svo þegar ég var að borga fyrir útvarpið og buxurnar þá spyr hún hvort ég sé búin að læra e-ð í skóla og ég sagði já... "Já ég sá nebblega á þér að þú værir skólakona... !!! hmmm
En hún sagðist sjálf vera þrælgóð á píanó.

19.2.05

Idol keppni VSÓ var haldin í gær og gekk framar vonum. Ég var liðstjóri yfir framkvæmdasviðsliðinu og voru stífar æfingar í mánuð á undan þar sem farið var yfir dansspor, túlkun og fleira ;) Við tókum Wake me up before you go go og gjörsamlega áttum salinn, dómararnir töluðu líka um það hvað hefði verið gaman að sjá hvernig forsöngvarinn gerði lagið að sínu..... hehe Við rústuðum fyrstu umferð, vorum efst með 26 stig og eftir það voru 2 efstu liðin látin syngja annað lag, þá tókum við Love me tender af mikilli innlifun. En það dugaði ekki til því Húsbyggingarsviðið vann okkur með naumindum ;( Við tökum þetta bara næst!!! Frábært kvöld í alla staði sem síðan endaði með fullt af fólki í heitum potti út í sveit!

17.2.05

SPIKFEIT ???? ;/
Vinnan bauð upp á heilsufarsmælingu fyrir starfsmenn sína í gær sem ég að sjálfsögðu þáði. Þar mældi hjúkrunarfræðingur m.a. blóðþrýsting, púls, blóðsykur og blóðfitu. Síðan var maður vigtaður og út frá hæð og einhverjum mæli var fenginn út svokallaður þyngdarstuðull ásamt líkamsfituprósentu og allt í lagi með það svo sem. En síðan komu einhverjar tölur út úr öllum þessum mælum og þá fór hjúkkan eftir kvarða sem sýndi í hvaða flokki maður átti heima. Varðandi líkamsfitu% þá gat maður lent í eftirfarandi flokkum: Grannvaxin, Í meðallagi, Þéttur og svo SPIKFEIT allt eftir því hvaða tala kom út!!!! Hvað er það að hafa SPIKFEIT????? Var ekki hægt að orða þetta aðeins penna, ég bara spyr? Eins og kannski "Vel í holdum" eða e-ð álíka. Af hverju var þá ekki notað "HORRENGLA" í staðinn fyrir Grannvaxinn???
Ég átti ekki til orð, sé líka ekki alveg fyrir mér þegar e-r starfsmaðurinn var inni hjá hjúkrunarfræðingnum og hún búin að mæla og gera og græja og "Já ágæti starfsmaður skv. mínum niðurstöðum þá ertu SPIKFEITUR.... svo þú skalt fara að gera e-ð í þínum málum!!! " Mjög svo fagmannlegt finnst mér ... Múahahhaha ;O) Sem betur fer slapp ég með naumindum með að falla í þennan annars skemmtilega flokk ;/Póstbloggfærslu sendi silja

KaKa á klakanum

Já hún Katrín Karls aka KaKa flaug til Íslands í gær frá Stokkhólmi í ofsaveðri. Af því tilefni hittumst við Stærðfræðiklúbbsgengið (TMC) á Vegamótum í gærkvöldi. Við vorum líka að kveðja Danna & Stebba sem eru að fara í "heimsreisu" á eftir !!!! Hlakka til að fylgjast með þeim á síðunni þeirra en þeir ætla að vera voða duglegir að setja inn myndir frá ferðalaginu og það er ekki von á þeim heim fyrr en 18. apríl!!!


Póstbloggfærslu sendi silja


10.2.05EKKI LÍTIL LENGUR ........... ;O)

Stjörnuspá 10. febrúar 2005
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert metnaðargjörn manneskja og full sjálfstrausts. Þig langar til þess að koma mikilvægum málum til leiðar. Þú vilt líka láta stjórnast af eigin geðþótta, enda ertu örugg með þig. Þú kannt að höfða til tilfinninga annarra.

Já ég á afmæli í dag og þar að auki STÓRafmæli vííííííííííííííííí !!!

kiss kiss ;o*
she 25

7.2.05

U2 - koncerten er udsolgt!

Arrrrrrrrggggggg..... ;(

6.2.05

Kíkti í Kolaportið í gær og þar var að sjálfsögðu gríðarleg stemming og meira að segja Christína Gregers á einum básnum að selja utan af sér spjarirnar ;) Eldgamall maður var að selja harðfisk og vildi endilega láta mig smakka allar tegundirnar og var með smá harðfiskssmakk í litlum, frekar ólystilegum boxum. Boxin voru pottþétt hundrað ára og svo voru ca milljón manns búin að stinga höndunum ofaní til að fá sér smakk...... hmmm ég var alveg að kúgast en samt var gamli maðurinn svo mikið krútt og vildi svo að ég myndi smakka hjá sér og þá er ég ekkert að tala um úr einu boxi, nei nei úr trilljón boxum því hann var með Ýsu frá Flateyri, Steinbít frá Flateyri, Ýsu frá ???? og ég var svo sjúk í gamla krútt-kallinn svo ég endaði með að smakka ALLT ;/ og keypti svo af honum einn poka. Þegar ég var að borga honum sá ég að hann var líka að selja geisladisk með sér og vini sínum, þeir heita "ungir í anda" og krúttið spilar á munnhörpu. Ég var næstum því búin að kaupa hann líka ... en ég veit allavegana af honum næst þegar mig vantar að kaupa gjöf, örugglega snilldardiskur þar á ferð!!!
Held ég fari aftur næstu helgi til að heilsa upp á kallinn, held við séum orðnir vinir ;O)

5.2.05

VORHREINGERNING ....

Er búin að vera að taka allt í gegn í Garðastrætinu síðastliðna daga, fór í gegnum alla geymsluna okkar, sorteraði allt skóladót og sonna!
Gaman hvað maður finnur margt skondið þegar maður fer í gegn um svona gamalt dót, var t.d. að lesa yfir skóladót síðan úr Grunnskólanum á Stokkseyri og þar fann ég "Umsögn frá kennara" þar sem stóð:

" Silja hefur óheppilega tilhneigingu til að tala um leið og kennarinn í sögutímum" ;/

Þetta finnst mér frekar fyndið og fyndnast finnst mér hvað hann orðar þetta pent ... (óheppilega tilhneigingu) MÚAHHAHAHAHA ;o)

Síðan var ansi spes comment frá einum kennaranum:

" Hér er allt í ákaflega miklum sóma, þetta má eiginlega ekki vera betra .... "

hmmm ???

En jæja best að halda áfram, næst er það litla herbergið sem verður tekið í gegn.
Samt er ég e-ð hálf slöpp ;( .... en það þýðir ekki að væla yfir því !!!


3.2.05

"amma-langa-langamma ... "Það hefur vakið mikla forvitni hjá mörgum undanfarnar klukkustundir hvað í ósköpunum ömmu-jafnan standi fyrir. Síminn hefur ekki stoppað, hringt hefur verið hvaðanæva úr heiminum því stærðfræðiþyrstir vilja óðir komast að sannleikanum í þessu máli.
En "Amman" stendur fyrir cos, sin & tan reglurnar ...

Þetta fróðleikskorn var í boði Theodórs ;)


2.2.05

læri læri lær...
Hjálpaði frænda mínum í gær með að læra undir Stærðfræðipróf. Við reiknuðum og reiknuðum og reiknuðum langt fram á kvöld og mér fannst hann orðinn þrusugóður í lokin, eftir að hafa þrælað honum út í marga marga klukkutíma ;)
Ég verð alltaf soldið pirruð þegar ég hugsa til stærðfræðikennslu vorrar æsku, myndi vilja gera þetta allt allt öðruvísi. Endalausar páfagaukareglur, sem eru jú ágætar til síns brúks því þær manstu ALLA ævi, eins og t.d. amma-langa-langamma reglan góða sem ég man svo lengi sem ég lifi. En sjaldnast eru stærðfræðidæmin gerð raunveruleg sem einmitt fengi þau til að nýta sína stærðfræði í sínu daglega lífi !!!! Oft veit fólk ekkert af hverju það er að læra þetta og hvað þá til hvers í ósköpunum???
Það hefur alltaf blundað soldið í mér að prufa að kenna, grunar að mér myndi finnast það ansi hreint gaman. Held samt að ég myndi vera svo helv. ströng! Svo færi ég örugglega að grenja ef allir nemendurnir mínir fengju ekki 10 í öllum fögum, myndi örugglega leggjast í e-ð sjálfsvorkunnarkast og hætta ;(