Idol keppni VSÓ var haldin í gær og gekk framar vonum. Ég var liðstjóri yfir framkvæmdasviðsliðinu og voru stífar æfingar í mánuð á undan þar sem farið var yfir dansspor, túlkun og fleira ;) Við tókum Wake me up before you go go og gjörsamlega áttum salinn, dómararnir töluðu líka um það hvað hefði verið gaman að sjá hvernig forsöngvarinn gerði lagið að sínu..... hehe Við rústuðum fyrstu umferð, vorum efst með 26 stig og eftir það voru 2 efstu liðin látin syngja annað lag, þá tókum við Love me tender af mikilli innlifun. En það dugaði ekki til því Húsbyggingarsviðið vann okkur með naumindum ;( Við tökum þetta bara næst!!! Frábært kvöld í alla staði sem síðan endaði með fullt af fólki í heitum potti út í sveit!
<< Home