5.2.05

VORHREINGERNING ....

Er búin að vera að taka allt í gegn í Garðastrætinu síðastliðna daga, fór í gegnum alla geymsluna okkar, sorteraði allt skóladót og sonna!
Gaman hvað maður finnur margt skondið þegar maður fer í gegn um svona gamalt dót, var t.d. að lesa yfir skóladót síðan úr Grunnskólanum á Stokkseyri og þar fann ég "Umsögn frá kennara" þar sem stóð:

" Silja hefur óheppilega tilhneigingu til að tala um leið og kennarinn í sögutímum" ;/

Þetta finnst mér frekar fyndið og fyndnast finnst mér hvað hann orðar þetta pent ... (óheppilega tilhneigingu) MÚAHHAHAHAHA ;o)

Síðan var ansi spes comment frá einum kennaranum:

" Hér er allt í ákaflega miklum sóma, þetta má eiginlega ekki vera betra .... "

hmmm ???

En jæja best að halda áfram, næst er það litla herbergið sem verður tekið í gegn.
Samt er ég e-ð hálf slöpp ;( .... en það þýðir ekki að væla yfir því !!!