27.1.05

Mín vika
Já maður er sko aldeilis að standa sig í eldamennskunni. Við skötuhjúin erum að prufa að skipta vikunum á milli okkar svona til þess að það sé einhvern tímann eldað (og ég held ég hafi víst ekki alveg verið að standa mig!) og þegar það er mín vika þá græja ég allt sem viðkemur eldhúsinu, þ.e.a.s versla inn allt sem þarf til heimilisins, elda matinn og tek allt til eftir matinn. Svo það er eins gott að standa sig á sinni viku úfffff ;/
Á mánudögum og fimmtudögum slepp ég reyndar við að elda (hehe) því þá er Kristján alltaf á námskeiði.... en allavegana á þriðjudaginn hafði ég þennan dýrindis-pastarétt sem ég kastaði bara svona fram úr erminni, í honum var m.a. pulsur, skinka, sveppir, cashewhnetur, cabers og pestasósa með hnetum í og húsbóndinn svona líka ánægður með þetta ;OÞ. Í gær fékk ég svo frábæra uppskrift hjá henni systur minni en hún hafði einmitt fengið uppskriftina hjá tengdamóður minni!!! En þetta er semsagt kjúklingaréttur með sósu og í henni er sweet chilli mango chutney, rjómi, karrý og tandori masala. Sósunni hellti ég svo yfir bringurnar og inn í ofn í 30 mínútur og með þessu hafði ég hrísgrjón.... lukkaðist svona ansi vel.
Maður er svo mikil húsmóðir........... bwahahhahahha :O)


Póstbloggfærslu sendi silja