22.1.05

DEKUR ...

Notaði í dag gjafakortin á Nordica Spa sem ég fékk í útskriftargjöf. Mætti 13:3o og var komin út 18:30, semsagt 5 tímar í æðislegu dekri.
Byrjaði á því að fara aðeins í heita pottinn og fékk þar axlarnudd ofan í pottinum. Fór síðan í slopp og labbaði inn á nuddstofuna þar sem ég fékk eitt besta heilnudd sem ég hef fengið, finnst svo oft þegar ég hef farið í nudd að nuddararnir rétt strjúki mann en þessi kona alveg nuddaði af fullum krafti!!! Sofnaði svo aðeins í lokin aahhh svo gott!.
Svo var komið að fótsnyrtingu, hef nú aldrei prófað það áður en það var auðvitað voða fínt og nú er maður alveg með lakkaðar táneglur og alles... hehe ;)
En fyndið þegar konan er að nudda á mér fæturnar í fótsnyrtingunni þá finn ég allt í einu eins og það dropi á Vogue blaðið mitt sem ég var að lesa... hmmm skildi ekki alveg, svo varð allt blaðið allt í einu á floti. Ég leit upp og þá lak bara þvílkt úr loftinu, ég alveg fyrirgefðu en það er byrjað að leka úr loftinu .... ??? Hún alveg haaaaa jésússss hvað er að gerast og sá þá að allt var á floti!!! úff svo hún þurfti að hringja í e-n kall til að koma og fixa þetta en þetta græjaðist í lokin ;/ Fyndnast var að inn í herberginu var spiluð tónlist með svona sjávarniði og okkur fannst eins og hljóðið sem kom af "alvöru"dropunum úr loftinu væri bara hljóðið í tónlistinni... hmm soldið súríalískt allt saman .... !!!!
En að lokum fór ég svo í andlitsbað sem var gjörsamlega geggjað, þar fékk ég líka fullt af nuddi. Hún nuddaði allt andlitið, höfuðið, hálsinn og axlirnar og hrikalega var það gott, sofnaði líka smá í því.
Ofsalega væri nú notalegt að geta leyft sér svona eins og kannski 1 sinni í mánuði, maður kemur gjösamlega endurnærður út !!!

En elsku Binna, Ester, Katrín, Sóley, Addi & Yesmine
ÞÚSUND ÞAKKIR fyrir mig: !!!! :O)