komin helgi...
Enginn matur í mötuneytinu í dag svo við vsó skvísur trítluðum yfir á Maður Lifandi, fékk mér þar nýrnabauna-burrito sem var bara ansi hreint gott, en hrikalega er mikið að gera þarna!!! Eru allir orðnir svona asskoti hollir? Maður spyr sig...
Við Kristján ætlum að reyna að hætta í vinnunni á skikkanlegum tíma í dag og bruna beint í sveitina. Þar ætlum við að dvelja alla helgina í afslappelsi og notalegheitum ;) Kristján ætlar reyndar að kíkja á þorrablót annaðkvöld sem verður án efa mikið fjör! Í kvöld stefnir svo í þrusu idolpartý hjá á Eyrarveginum, það verður rooooosalegt!!!!
Verkfræðibekkurinn ætlar víst að hittast í kvöld (aðeins of stuttur fyrirvari fyrir upptekinn, skipulagðan verkfræðing) hehe.... En góða skemmtun segi ég nú bara :O) Veit að Kóngurinn ætlar að taka það tvöfalt svo þið getið rétt ímyndað ykkur fjörið????
En eigiði góða helgi öllsömul og sérstaklega ánægjulegt idolkvöld ;)
ÁFRAM HEIÐA & HILDUR VALA.....
(með hverjum haldiði annars?????)
Póstbloggfærslu sendi silja
Knúið af GSMBloggi Og Vodafone
<< Home