17.2.05

SPIKFEIT ???? ;/
Vinnan bauð upp á heilsufarsmælingu fyrir starfsmenn sína í gær sem ég að sjálfsögðu þáði. Þar mældi hjúkrunarfræðingur m.a. blóðþrýsting, púls, blóðsykur og blóðfitu. Síðan var maður vigtaður og út frá hæð og einhverjum mæli var fenginn út svokallaður þyngdarstuðull ásamt líkamsfituprósentu og allt í lagi með það svo sem. En síðan komu einhverjar tölur út úr öllum þessum mælum og þá fór hjúkkan eftir kvarða sem sýndi í hvaða flokki maður átti heima. Varðandi líkamsfitu% þá gat maður lent í eftirfarandi flokkum: Grannvaxin, Í meðallagi, Þéttur og svo SPIKFEIT allt eftir því hvaða tala kom út!!!! Hvað er það að hafa SPIKFEIT????? Var ekki hægt að orða þetta aðeins penna, ég bara spyr? Eins og kannski "Vel í holdum" eða e-ð álíka. Af hverju var þá ekki notað "HORRENGLA" í staðinn fyrir Grannvaxinn???
Ég átti ekki til orð, sé líka ekki alveg fyrir mér þegar e-r starfsmaðurinn var inni hjá hjúkrunarfræðingnum og hún búin að mæla og gera og græja og "Já ágæti starfsmaður skv. mínum niðurstöðum þá ertu SPIKFEITUR.... svo þú skalt fara að gera e-ð í þínum málum!!! " Mjög svo fagmannlegt finnst mér ... Múahahhaha ;O) Sem betur fer slapp ég með naumindum með að falla í þennan annars skemmtilega flokk ;/



Póstbloggfærslu sendi silja