6.2.05

Kíkti í Kolaportið í gær og þar var að sjálfsögðu gríðarleg stemming og meira að segja Christína Gregers á einum básnum að selja utan af sér spjarirnar ;) Eldgamall maður var að selja harðfisk og vildi endilega láta mig smakka allar tegundirnar og var með smá harðfiskssmakk í litlum, frekar ólystilegum boxum. Boxin voru pottþétt hundrað ára og svo voru ca milljón manns búin að stinga höndunum ofaní til að fá sér smakk...... hmmm ég var alveg að kúgast en samt var gamli maðurinn svo mikið krútt og vildi svo að ég myndi smakka hjá sér og þá er ég ekkert að tala um úr einu boxi, nei nei úr trilljón boxum því hann var með Ýsu frá Flateyri, Steinbít frá Flateyri, Ýsu frá ???? og ég var svo sjúk í gamla krútt-kallinn svo ég endaði með að smakka ALLT ;/ og keypti svo af honum einn poka. Þegar ég var að borga honum sá ég að hann var líka að selja geisladisk með sér og vini sínum, þeir heita "ungir í anda" og krúttið spilar á munnhörpu. Ég var næstum því búin að kaupa hann líka ... en ég veit allavegana af honum næst þegar mig vantar að kaupa gjöf, örugglega snilldardiskur þar á ferð!!!
Held ég fari aftur næstu helgi til að heilsa upp á kallinn, held við séum orðnir vinir ;O)