23.2.05

200 kall ...



Skellti mér til nágranna minna í Hjálpræðishernum og keypti þetta úúuuberfína eldgamla útvarp. Það var til svona nákvæmlega eins græja heima hjá Kris í gamla daga! Það besta er að það þrælvirkar.
Fór reyndar upphaflega til þess að leita að búningum fyrir idolkeppnina og var svo heppin að það var pokasala í gangi. Leið og ég kom inn var konan í búðinni svo ánægð að sjá loksins kúnna að hún hljóp alveg í fangið á mér og tilkynnti mér að það væri POKASALA í gangi sem ég skyldi nú nýta mér, þú tekur svona gráan höldupoka sagði hún og troðfyllir hann og borgar einungis 1000 krónur fyrir (þetta sýndi hún bæði með leik og tali, sýndi semsagt alveg hvernig ég gæti trooooðið í pokann) ... og ég alveg já frábært og fór svo bara að svipast um og sonna, svo rekst ég á buxur sem mér fannst passa fyrir einn keppandann í idol-atriðinu og ég alveg "Fyrirgefðu hvað kosta þessar????" Afgreiðslukonan: " Eeee já sko málið er að við erum með svona pokasölu í gangi, þú tekur svona gráan höldupoka........ blablabla! Alveg sama ræðan! Þá var hún búin að steingleyma því að hún hafði einmitt sagt þetta nákvæmlega sama við mig akkúrat 1 mínútu áður ;/ æjjji soldill snúður þessi kona. Svo þegar ég var að borga fyrir útvarpið og buxurnar þá spyr hún hvort ég sé búin að læra e-ð í skóla og ég sagði já... "Já ég sá nebblega á þér að þú værir skólakona... !!! hmmm
En hún sagðist sjálf vera þrælgóð á píanó.