30.6.03

Afmælisbarn dagsins er .................
Þórey Edda ;O) Til hamingju með daginn stúlkukind, vonandi hefur afmælisgjöfin frá TMC komið að góðum notum !!!

Gleymdi að setja link á nýju myndirnar................

28.6.03

BARCELONA.............
Þvílíkt sem ég öfunda kærasta minn akkúrat þessa stundina. Hann er að fara til Barcelona í viku..................... reyndar á ráðstefnu en samt!!! Væri svo til í að fara með honum, komast aðeins á strönd og bara út að borða, versla o.s.frv.

Daníela.........
Á morgun ætlar Daníela að vera í pössun hjá mér og meira að segja gista og allt ;O)
Elísa Gróa (9 ára) ætlar að "aðstoða" mig við pössunina svo það verður aldeilis fjör hjá okkur frænkunum í Móaflötinni!
Gerum örugglega fullt af skettlegum hlutum saman.......hlakka ýkt til að fá að vera mamma í 24 klukkustundir ;O)

FLÚÐIR..........
Fór á Flúðir í dag að mæla - þvílíkt sem er fallegt þar, ég er alveg dolfallinn yfir þessum stað. Svo mikill gróður, margra metra há tré allstaðar og allt bara e-ð svo yndislegt, mér leið eins og í útlöndum. Ég var að mæla inn nokkur hús og fékk alveg geggjað veður til þess, var bara á stuttermabolnum í sólinni í allan dag. Eina sem ég get í rauninni sett út á Flúðir er að það eru allt of margir gaddavírar þar - ég reif stórt gat á buxurnar mínar............ ;O(

MYNDIR...........
Búin að setja inn myndir frá bústaðsferðinni síðustu helgi í Miðdal!!! Sumar ansi skondnar ;O)

23.6.03

Miðdalur - TMC.........
Þvílík helgi!!! Fór í útilegu/bústað í Miðdal (rétt hjá Laugarvatni) um helgina. TMC (" The Math Club ") leigði bústað saman og sumir sváfu inn í honum og aðrir í tjaldi fyrir utan. Þetta var ein sú skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað og skemmtilegasta var að allir meðlimir TMC voru þarna saman komnir - 18 manns!!! Allir voru að tínast í bústaðinn á föstudagskvöldinu og flestir byrjuðu á að grilla sér kvöldmat. Föstudagsvköldið var nú nokkuð rólegt miðað við laugardaginn. En það var samt farið í ýmsa leiki eins og kvikmyndaleikinn, hægrihandar-7-bannað að benda-nafna-leikinn sem vakti mikla kátínu meðal viðstaddra.
Steinar & Kristján stóðu sig eins og hetjur á gítarnum. Á laugardeginum var síðan slegið upp diskóteki og hreinlega dansað af sér "rassgatið" - allavegana sumir, nefni engin nöfn ;O)
Á sunnudeginum var þessi yndislega ferð síðan enduð með dýrindis máltíð á Fjöruborðinu á hinni rómuðu Stokkseyri............... nammi namm

Það sem stendur upp úr í ferðinni er ................................
Löðrandi Twister í boði Danna skanna
Rassadans í boði Katrínar
Blakið á sunnudeginum
Ljóðagerð Ríkeyjar
Kristján (rauðvín & brauð + stóll) ;O)
Silence of the lambs - leikið af Þóreyju Eddu
Fjöruborðið


Langar bara að þakka öllum TMC-meðlimum fyrir frábæra helgi............... Lengi lifi TMC !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!18.6.03

17. júní.....
Hélt nú þjóðhátíðardaginn ekkert sérstaklega hátíðlegan, eða þ.e.a.s. ég fór ekki í skrúðgöngu og solleis!
En ég borðaði þríréttað bæði í hádeginu og um kvöldið og geri aðrir betur. Það finnst mér nú soldið hátíðlegt. Var í mat hjá tengdó í hádeginu og svo Hólmfríði um kvöldið og ég er ekki frá því að ég sé ennþá södd eftir þetta allt saman. En maður hefur nú gott af smá næringu, er þaggi???

RÚSTAÐI ÞESSU.....eða næstum því
Varð í 2. sæti á golfmótinu á mánudag........... ég bara vissi ekki að ég væri svona svaðalegur golfari ;O) Fékk brjáluð verðlaun og alles. Þetta var þvílíkt gaman og ég tek til baka að þetta sé "leiðinleg" íþrótt!!! Allt annað að spila heilan hring heldur en að vera bara að slá og pútta nokkrum sinnum eins og á námskeiðinu. Svo er þetta líka svo fallegur völlur og góð hreyfing að labba alltaf og finna kúlúna sína sem maður hefur skotið ca 300 metra í burtu ;O)
Við vorum nú samt óeðlilega lengi með hringinn (9 holur) eða frá 15:00 - 18:30 en svo var endað á þvílíkri veislu í golfskálanum, lambalæri og ýmislegt fínerí.
En það er verst að núna er ég orðin heltekinn af golfinu og er að spá í að demba mér út á völl og það strax!!!
Sjáumst.......

14.6.03

UUUhhmmmmmm...............
Nammi namm er að fara að borða svo ofsa góðan mat a la Kristján & Steinþór bróðir........... grillaður kjúklingur, kartöflur, sallat, sósa, brauð & hummus ;O) Þessu verður svo rennt niður með einhverju ísköldu !!!
Ætlum svo að vera bara nokkuð slök þar til K-line er búin að vinna og bruna þá í afmælið............ get ekki beðið eftir að taka nokkrar sveiflur, tali nú ekki um þegar maður er í nýju dressi og alles.

Ammmæli...............
Það lýtur út fyrir að það verði aldeilis fjörugt kvöldið í kvöld. Þannig er að Ásdís Sveins verkfræðigella og Doddi hennar maður eru að bjóða öllum til afmælisveislu!!! Hlakka ýkt til í að hitta alla úr verkfræðinni og aldrei að vita nema að maður taki eins og einn snúning eða tvo ;O) Alltaf gott að dansa af sér rassgatið, enda veitir ekki af !!! Vonast líka til að hitta kannski ofurtúttuna hana Bryndísi í bænum.

Ekta sumardagur í dag.........
Upp úr hádegi drifum við Katrín okkur niður í bæ í góða veðrinu. Fórum á Laugaveginn að kíkja í búðir og eiginlega misstum okkur aðeins!!! En það er nú alltaf gaman að kaupa sér eins og eina flík eða 2.............. Bryndís kom og hitti okkur og við keyptum okkur kaffi niður á Austurvelli og sleiktum sólina ;O)
Kíktum svo aðeins í Kringluna og hittum nánast alla verkfræðina eins og hún leggur sig og allir að versla sér e-ð fínt!

Lit & klipp.............
Rétt náði að fara í klippingu í gær því það var allt brjalað hjá mér í vinnunni, var út um allt að mæla og allt varð að klárast fyrir helgi ;O( Reyndar rétt náði ég ekkert klippingunni, kom allt of seint en sem betur fer var hún samt til í að græja mig. Gerði nú enga brjálaða breytingu, setti bara súkkulaði brúnt skol og lét klippa 2 cm af öllu hárinu og þvílíkur munur. Alltaf jafn gaman að vera ný klipptur og fínn ;O)
Fór svo beint í Grill & gleði hjá Kidda, hittumst semst Ester + Kiddi, Katrín + Steinar og svo ég + Kristján. Grilluðum, horfðum á American Idol og kjöftuðum fram á nótt. Fengum svo smá tónleika í lokin þar sem Kristján og Steinar misstu sig aðeins á píanóinu ;O)

" Eitt sinn skáti - ávallt skáti "
Hvað er málið!!! Ég fékk bréf sent í pósti frá Bandalagi íslenskra skáta, ég fæ bréf frá þeim á hverju ári og skátapinnan sendan með þar sem ég var nú mikill skáta hér á árum áður. En allt í lagi með að þeri séu að senda mér þennan pinna og allt það - en svo er alltaf gíróseðill sem fylgir með og frjálst að borga hann!
Nokkrum dögum eftir að ég fékk þennan póst þá kemur aftur póstur frá BÍS og mér nánast sagt að "GJÖRA SVO VEL AÐ BORGA EFTIRFARANDI GÍRÓSEÐIL SEM FYRST"................................. mér krossbrá og fannst þetta einum of mikil frekja hjá blessuðum skátunum þar sem mér var nú frjálst að borga þennan seðil! Þetta varð til þess að ég hafði sko engan áhuga á að borga helv. gíróinn eftir þessa líka frekju!!! Í gær kom svo aftur bréf frá þeim........... í þetta skiptið var Bandalag íslenskra skáta að biðja með afsökunar á bréfinu sem ég hafði fengið fyrr, þetta hafi verið um mistök hjá bankanum en ekki skátunum.................................. spes finnst mér!

Golf - taka 2..........
Á miðvikudaginn fór ég annað kvöldið mitt á golfnámskeið. Nú gekk nú aðeins betur en síðast, ég neita því ekki og á ég án efa eftir að rústa mótinu á mánudaginn. Væri ekki slæmt þar sem mjög veglegir vinningar eru í boði. Ég reyndi að fara eftir ráðleggingum Katrínar með að nota Ingunnarsveifluna síðan í Kvennó og svei mér þá ef það virkaði ekki bara ;O) Ég treysti samt soldið á meðspilara minn hann Helga Bergmann Arkitekt, hann á víst að vera dúndur-golfari!

Hvítasunnan á Sólheimum í Grímsnesi.........
Síðasta helgi var frábær, gerðum akkúrat ekki neitt nema sofa og liggja bara í leti. Nema það að ég kláraði næstum að prjóna peysuna mína og svo fórum við í bíltúr á sunnudeginum. Keyrðum á Skálholt og Gullfoss og Geysi, skoðuðum meira að segja fræðasetrið á Geysi, mjög fróðlegt. Það var svo langt síðan ég hafði komið á þessar slóðir svo þetta var mjög skettlegt allt saman.
Foreldrar Kristjáns kíktu svo á okkur á sunnudagskvöldið og við fórum með þau í rúnt um allt svæðið til að sýna þeim aðstæður. Semsagt yndisleg helgi í alla staði og er langt síðan ég hef slappað eins vel af, held bara ekki síðan í Portúgal '97 ;O)

6.6.03

Helgin.....
Alveg að verða komin helgi ;O)
Ætla að byrja þetta langa helgarfrí á að skella mér í sund með hana Daníelu mína. Síðan ætlum við Kristján á Sólheima og vera þar alla helgina . Ætlum að hafa það svo kósý, borða góðan mat, lesa fullt af bókum og blöðum og síðan ætla ég að prjóna eins og eina peysu á mig. Ætla að drífa mig núna að kaupa garnið í hana, veit bara ekki ennþá hvort að ég vil svarta peysu eða skærgula!!!
En það er semsagt letilíf framundan, í smá tíma.........ekki slæmt!

Golf........
Var á golfnámskeiði í gær í boði vinnunnar. Ég stóð mig hrikalega illa, kúlan var bara allsekki að takast á loft heldur tætti ég bara upp grasið svo það stórsér á. Það á að vera golfmót í vinnunni 16. júní og við sem vorum óvön fengum námskeið á undan og ég fer næsta miðvikudag líka svo það er enn séns að maður eigi eftir að ná þessari annars hundleiðinlegu íþrótt. Annars held ég að mótið eigi eftir að verða þrælskemmtilegt en það er þannig að einn vanur og einn óvanur keppa saman og ég lendi með að ég held nokkuð öflugum golfspilara, arkitekt að mennt! En það kemur í ljós hvernig þetta fer en það er allavegana til mikils að vinna því verðlaunin verða víst ekki að verri endanum. Síðan á að vera matur og fínerí á eftir mótið - svo þetta lítur allt sérdeilis prýðilega út.

5.6.03

Comments.....
Jæja loksins komin með commentakerfi, svo eins gott að allir verði duglegir að skrifa!!!

3.6.03

Jæja.....
Búið að vera nóg að gera undanfarið. Helgin var hin bestasta, passaði Daníelu sætu á föstudagskvöldið og við höfðum það svo gaman saman! Á laugardaginn fór ég og Þórulína á tjúttið í bænum. Tók meira að segja nokkrar myndir ;O) Hittumst fyrst heima hjá Þóru, fórum svo í smá teiti heim til Evu vinkonu Þóru og síðan var smellt sér á Hverfis. Þar hitti ég svooooo mikið af fólki og dansaði svoooo ofsalega mikið að ég er enn með harðsperrur, allavegana í hálsinum ;OX Svo var auðvitað tekinn Nonni og allt í lokin, fyndnasta var að þetta var fyrsti Nonnabáturinn hennar Þóru - pæliði aðeins í því !!!
Á sjómannadaginn syndgaði ég með því að fara ekki á sjómannadagskránna á Stokkseyri eins og ég hef gert alla þá sjómannadaga sem ég hef upplifað. Heldur var ég í bænum bara eiginlega að gera ekki neitt, horfa á Kristján læra undir próf kannski en hann var að klára 16. prófið sitt í vírusvörnum, svo þessari próftörn er nú lokið... í bili allavegana.
Síðan er alltaf nóg að gera í vinnunni, ég er út um allar tryssur leikandi mér með GPS... voða fjör, sérstaklega þegar það er gott veður. Ekki skemmir að nú eru nýyfirstaðin mánaðarmót og ég fékk útborgað sem hefur ekki gerst síðan síðasta sumar svo það er auðvitað gleði og aftur gleði.