6.6.03

Golf........
Var á golfnámskeiði í gær í boði vinnunnar. Ég stóð mig hrikalega illa, kúlan var bara allsekki að takast á loft heldur tætti ég bara upp grasið svo það stórsér á. Það á að vera golfmót í vinnunni 16. júní og við sem vorum óvön fengum námskeið á undan og ég fer næsta miðvikudag líka svo það er enn séns að maður eigi eftir að ná þessari annars hundleiðinlegu íþrótt. Annars held ég að mótið eigi eftir að verða þrælskemmtilegt en það er þannig að einn vanur og einn óvanur keppa saman og ég lendi með að ég held nokkuð öflugum golfspilara, arkitekt að mennt! En það kemur í ljós hvernig þetta fer en það er allavegana til mikils að vinna því verðlaunin verða víst ekki að verri endanum. Síðan á að vera matur og fínerí á eftir mótið - svo þetta lítur allt sérdeilis prýðilega út.