26.5.03

Gleymdi að segja hvað próflokadjammið gekk vel. Hittumst allur bekkurinn á Tapas á undan og fengum okkar ofsagott að borða, ég fékk mér t.d. beikonvafinn túnfisk, hvítlauksristaða humarhala og blandaðar ólívur og síðan creme catalonia með 43 í eftirrétt. (Já kannski var ég svöng). En Tapas þýðir smáréttir fyrir þá sem ekki vita það og áður en ég verð þekkt sem stelpan sem pantaði sér svo ógeðslega mikið á Tapas ;O) Eftir allt átið var síðan sameiginlegt partý fyrir allar verkfræðideildirnar út á nesi, þar var dansað af sér rassgatið við dj-inn sívinsæla Steina po!!! Eftir að því lauk var kíkt aðeins í bæinn, annars var svo hrikalega mikið af fólki í bænum að við rétt stoppuðum á Prikinu og svo var það Aktu Taktu sem freistaði okkur meira en löng biðröð á skemmtistað ;O)
Hér má sjá nokkrar myndir af kvöldinu góða..... og fleiri