Jæja........
Alveg kominn tími til að blogga smá!!!
Það er samt svo mikið búið að gerast síðan síðast að ég man ekki meir. En allavegana ..... ég er "flutt" austur, bý á Stokkseyri í mínum heimabæ. Er svo að vinna á Verkfræðistofu Suðurlands í góðu rokki. Við skötuhjúin ætlum að skiptast á að búa hjá hvort öðru og reyna að vera kærustupar þetta sumarið ;O)
Þetta er núna mín vika í að keyra í bæinn svo hér er ég stödd í Garðabænum nýbúin með vænan grillaðan borgara og súkkulaðiköku í eftirrétt hjá bróður mínum kæra. Skrapp aðeins í Kringluna og Smáralind áðan bara svona til að fá aftur borgarfílinginn........
Semsagt hressleiki hjá Silju Hrund þetta vorið..... þvílíkur lúxus að vera ekki í skóla!!!
<< Home