3.6.03

Jæja.....
Búið að vera nóg að gera undanfarið. Helgin var hin bestasta, passaði Daníelu sætu á föstudagskvöldið og við höfðum það svo gaman saman! Á laugardaginn fór ég og Þórulína á tjúttið í bænum. Tók meira að segja nokkrar myndir ;O) Hittumst fyrst heima hjá Þóru, fórum svo í smá teiti heim til Evu vinkonu Þóru og síðan var smellt sér á Hverfis. Þar hitti ég svooooo mikið af fólki og dansaði svoooo ofsalega mikið að ég er enn með harðsperrur, allavegana í hálsinum ;OX Svo var auðvitað tekinn Nonni og allt í lokin, fyndnasta var að þetta var fyrsti Nonnabáturinn hennar Þóru - pæliði aðeins í því !!!
Á sjómannadaginn syndgaði ég með því að fara ekki á sjómannadagskránna á Stokkseyri eins og ég hef gert alla þá sjómannadaga sem ég hef upplifað. Heldur var ég í bænum bara eiginlega að gera ekki neitt, horfa á Kristján læra undir próf kannski en hann var að klára 16. prófið sitt í vírusvörnum, svo þessari próftörn er nú lokið... í bili allavegana.
Síðan er alltaf nóg að gera í vinnunni, ég er út um allar tryssur leikandi mér með GPS... voða fjör, sérstaklega þegar það er gott veður. Ekki skemmir að nú eru nýyfirstaðin mánaðarmót og ég fékk útborgað sem hefur ekki gerst síðan síðasta sumar svo það er auðvitað gleði og aftur gleði.