14.6.03

" Eitt sinn skáti - ávallt skáti "
Hvað er málið!!! Ég fékk bréf sent í pósti frá Bandalagi íslenskra skáta, ég fæ bréf frá þeim á hverju ári og skátapinnan sendan með þar sem ég var nú mikill skáta hér á árum áður. En allt í lagi með að þeri séu að senda mér þennan pinna og allt það - en svo er alltaf gíróseðill sem fylgir með og frjálst að borga hann!
Nokkrum dögum eftir að ég fékk þennan póst þá kemur aftur póstur frá BÍS og mér nánast sagt að "GJÖRA SVO VEL AÐ BORGA EFTIRFARANDI GÍRÓSEÐIL SEM FYRST"................................. mér krossbrá og fannst þetta einum of mikil frekja hjá blessuðum skátunum þar sem mér var nú frjálst að borga þennan seðil! Þetta varð til þess að ég hafði sko engan áhuga á að borga helv. gíróinn eftir þessa líka frekju!!! Í gær kom svo aftur bréf frá þeim........... í þetta skiptið var Bandalag íslenskra skáta að biðja með afsökunar á bréfinu sem ég hafði fengið fyrr, þetta hafi verið um mistök hjá bankanum en ekki skátunum.................................. spes finnst mér!