14.6.03

Golf - taka 2..........
Á miðvikudaginn fór ég annað kvöldið mitt á golfnámskeið. Nú gekk nú aðeins betur en síðast, ég neita því ekki og á ég án efa eftir að rústa mótinu á mánudaginn. Væri ekki slæmt þar sem mjög veglegir vinningar eru í boði. Ég reyndi að fara eftir ráðleggingum Katrínar með að nota Ingunnarsveifluna síðan í Kvennó og svei mér þá ef það virkaði ekki bara ;O) Ég treysti samt soldið á meðspilara minn hann Helga Bergmann Arkitekt, hann á víst að vera dúndur-golfari!